Courtois gagnrýndi UEFA og FIFA fyrir græðgina: Við erum ekki vélmenni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 11:31 Belgarnir Jan Vertonghen, Thibaut Courtois, Hans Vanaken og Timothy Castagne stilla sér upp fyrir leikinn um þriðja sætið í Þjóðadeildinni. Getty/Chris Ricco Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að öllum sé sama um heilsu og vellíðan leikmannanna sjálfra. Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois. HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois.
HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira