Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Snorri Másson skrifar 10. október 2021 19:31 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar, sem kemst að lokaniðurstöðu í kærumálum í Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ber ábyrgð á einni slíkri kæru. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31