Síðasti leikur þjálfarans verður sá stærsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:30 Vilhjálmur Kári Haraldsson á æfingu með Breiðabliksliðinu á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Kári Haraldsson er í sérstakri stöðu í kvöld. Hann er að stýra Blikaliðinu í síðasta skiptið en um leið er liðið að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt. Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt.
Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira