Innlent

Skjálfti af stærðinni 3,6 fannst á höfuð­borgar­svæðinu

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Skjálftinn varð um klukkan 16:14 við Keili. 
Skjálftinn varð um klukkan 16:14 við Keili.  Foto: RAX/RAX

Snarpur skjálfti varð við Keili klukkan 16:14 í dag. Samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofu Íslands var skjálftinn 3,3 að stærð en síðar kom í ljós að hann var 3,6 að stærð samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar.  

Upptök skjálftans voru um 1,2 kílómetra suðvestur af Keili. Skjálftinn er sá stærsti í dag og sá fimmti stærsti frá frá upphafi hrinunar.

Fyrir skjálftann í dag kom síðasti stóri skjálftinn rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og var sá skjálfti þrír að stærð. 

Ekkert lát virðist því vera á skjálftahrinunni sem hófst á Reykjanesskaga í grennd við Keili í síðustu viku.

Frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn hafa um 8.200 skjálftar mælst á svæðinu, þar af fjórtán yfir þrír að stærð. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Síðasti stóri kom rétt fyrir miðnætti

Síðasti stóri skjálftinn á Reykjanesskaga í grennd við Keili kom rétt fyrir miðnættið. Sá mældist þrjú stig en síðan þá hefur verið heldur rólegra á svæðinu og engir skjálftar hafa náð tveimur stigum.

„Það er ekkert landris“

Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Sá stærsti reið yfir á áttunda tímanum í morgun, af stærðinni 3,3.

Enn skelfur jörð við Keili

Laust fyrir klukkan fimm í dag varð jarðskjálfti að stærð 3,4 rétt rúmum kílómetra suðsuðvestur af Keili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×