Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 21:31 Elías Rafn hefur slegið í gegn á leiktíðinni. @fcmidtjylland Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira