Píratar tilbúnir að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar falli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 12:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Píratar eru reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins falli, án þess að taka sæti í ríkisstjórninni. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“ Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður flokksins, í Silfrinu á RÚV í dag. Sagði hún að tími væri kominn til að prófa fjölbreyttari stjórnarform. „Til dæmis þá höfum við séð fyrir okkur að við gætum stutt minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar,“ sagði Þórhildur Sunna sem sagði einnig að ef horft færi til þeirra málefna sem brýnust væri í samfélaginum væri ef til vill betra að mynda slíka stjórn, fremur en áframhaldandi samstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Slík minnihlutastjórn myndi samanstanda af 27 sæta þingminnihluta en sex þingmenn Pírata myndu þá verja ríkisstjórnina falli. Meirihluti ríkisstjórnar að viðbættum stuðningi Pírata yrði þá 33 sæti af þeim 63 þingsætum Alþingis. Egill Helgason, stjórnandi þáttarins, benti Þórhildi Sunnu þá á að Píratar væru alveg með fólk innan sinna raða sem gætu tekið sæti í ríkisstjórninni, í stað þess að vera á kantinum í að verja minnihlutastjórn falli. „Það er líka í boði, það er algjörlega líka í boði,“ sagði Þórhildur Sunna. Viðræður leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hófust í síðustu viku og verður framhaldið í næstu viku. Takist að endurnýja stjórnarsamstarfið mun ríkisstjórnin njóta 37 sæta meirihluta. Þórhildur Sunna sagði kominn tíma á að prófa fjölbreyttari stjórnarform en tíðkast hefur, en minnihlutastjórnir eiga sér ekki mikla sögu á Íslandi. „Það er kannski kominn tími til að líta til fjölbreyttari stjórnarforma og fjölbreyttari stjórnarhátta en við höfum gert áður til þess að takast á við nýja tíma í pólitík. Við erum allavega reiðubúin að leggja okkur af mörkum.“
Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1. október 2021 10:47
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35