Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2021 12:31 Jurtalitað band frá Dóru Óskarsdóttur í Þingborg en Ullarvika hefst á Suðurlandi í dag og stendur til laugardagsins 9. október. Aðsend Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira