„Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2021 07:00 Vísir/RAX „Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson. „Ef þeir þurftu á hjálp að halda þá fóru þeir og kveiktu eld til að sýna að það væri eitthvað að,“ segir RAX um þessa einstöku eyju. Í fyrsta þættinum í annarri þáttaröð af RAX Augnablik, segir ljósmyndarinn frá eftirminnilegri ferð til eyjunnar Mykines í Færeyjum árið 1996. „Mykins er falleg eyja en það voru ekki margir íbúar þarna þegar ég kom.“ RAX lenti í vandræðum með að fá gistingu og spiluðu kýr stórt hlutverk í þessari eftirminnilegu ferð. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik - Kýrin þrjóska í Mykinesi Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá ævintýrum sínum í Færeyjum í fyrstu þáttaröðinni af RAX Augnablik. Hann segir að Færeyjar séu einn af sínum uppáhalds stöðum og að þar sé besta fólk í heiminum. Í vinnuferð í Færeyjum árið 1988 kynntist hann manni að nafni Tomas. „Mér fannst hann svo flottur, mér fannst hann eins og sjóræningi. Með húfuna skakka, flottan svip og sat á stein og reykti og spýtti að sjóarasið.“ Þáttinn Tomas og nunnurnar má sjá hér fyrir neðan. Lífið í Fugley Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur á leikriti þegar hann horfði í kringum sig og birtust myndir af mörgum þessum einstaklingum í bók hans Andlit Norðursins. „Þetta er eins og tíminn hafi staðið í stað, þetta var eins og að fara hundrað ár aftur í tímann,“ segir RAX um lífið á eynni. Ólafur í Sandey gengur aftur Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. „Það var ausandi rigning, ausandi. Ég ætlaði að mynda og það var maður þarna að ganga hjá bátahúsunum. Það var ekki séns að mynda hann því að linsurnar blotnuðu allar. Þannig að ég fór inn í bíl og tek mynd af honum í gegnum framrúðuna.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Færeyjar Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki“ „Þetta var taugatrekkjandi augnablik að fara í,“ segir Ragnar Axelsson um sólmyrkvann sem varð nokkrum dögum fyrir leiðtogafundurinn í Höfða. 25. apríl 2021 07:00 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ef þeir þurftu á hjálp að halda þá fóru þeir og kveiktu eld til að sýna að það væri eitthvað að,“ segir RAX um þessa einstöku eyju. Í fyrsta þættinum í annarri þáttaröð af RAX Augnablik, segir ljósmyndarinn frá eftirminnilegri ferð til eyjunnar Mykines í Færeyjum árið 1996. „Mykins er falleg eyja en það voru ekki margir íbúar þarna þegar ég kom.“ RAX lenti í vandræðum með að fá gistingu og spiluðu kýr stórt hlutverk í þessari eftirminnilegu ferð. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik - Kýrin þrjóska í Mykinesi Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá ævintýrum sínum í Færeyjum í fyrstu þáttaröðinni af RAX Augnablik. Hann segir að Færeyjar séu einn af sínum uppáhalds stöðum og að þar sé besta fólk í heiminum. Í vinnuferð í Færeyjum árið 1988 kynntist hann manni að nafni Tomas. „Mér fannst hann svo flottur, mér fannst hann eins og sjóræningi. Með húfuna skakka, flottan svip og sat á stein og reykti og spýtti að sjóarasið.“ Þáttinn Tomas og nunnurnar má sjá hér fyrir neðan. Lífið í Fugley Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur á leikriti þegar hann horfði í kringum sig og birtust myndir af mörgum þessum einstaklingum í bók hans Andlit Norðursins. „Þetta er eins og tíminn hafi staðið í stað, þetta var eins og að fara hundrað ár aftur í tímann,“ segir RAX um lífið á eynni. Ólafur í Sandey gengur aftur Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. „Það var ausandi rigning, ausandi. Ég ætlaði að mynda og það var maður þarna að ganga hjá bátahúsunum. Það var ekki séns að mynda hann því að linsurnar blotnuðu allar. Þannig að ég fór inn í bíl og tek mynd af honum í gegnum framrúðuna.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Færeyjar Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki“ „Þetta var taugatrekkjandi augnablik að fara í,“ segir Ragnar Axelsson um sólmyrkvann sem varð nokkrum dögum fyrir leiðtogafundurinn í Höfða. 25. apríl 2021 07:00 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
RAX Augnablik: „Ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki“ „Þetta var taugatrekkjandi augnablik að fara í,“ segir Ragnar Axelsson um sólmyrkvann sem varð nokkrum dögum fyrir leiðtogafundurinn í Höfða. 25. apríl 2021 07:00