Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2021 14:54 Magnús Davíð Norðdahl afhentir Willum Þór Þórssyni kæru vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi um að kosningarnar þar verði ógiltar. Vísir/Vilhelm Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. Magnús Davíð Norðdahl segir telur brýnt að Alþingi taki sem fyrst á efni kærunnar.Vísir/Vilhelm „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju," segir Magnús Davíð. Hafa beri í huga að heilindi kosningakerfisins séu undir í málinu. Uppspretta valdsins væri í þingkosningum og löggjafarvaldið velji síðan framkvæmdavaldið sem síðan skipi dómsvaldið. „Þannig að það er ansi mikið undir. Og það er auðvitað bagalegt að við skulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu,“ segir Magnús Davíð. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis tók við kærunni en taldi að hún ætti að berast dómsmálaráðuneytinu og koma þaðan til þingsins. Magnús Davíð hafði áður einnig afhent ráðuneytinu kæruna. Willum minnti einnig á að kærufrestur vegna kosninganna væri fjórar vikur. „Staðan er auðvitað sú að það er mikil óvissa og það er rétt að reyna að flýta þessu ferli eins og hægt er til að eyða þeirri óvissu sem er til staðar. Ég held að óvissan sem nú er sé bagaleg fyrir okkur öll. Frambjóðendur og kjósendur í þessu landi," sagði Magnús Davíð. En Landskjörstjórn mun koma saman klukkan fjögur í dag ti að úthluta kjörbréfum. Willum Þór fer með stjórn Alþingis sem starfandi forseti þess fram að fyrsta þingfundi. Hann segir ekki hægt að skipa formlega í undirbúningskjörbréfanefnd fyrr en Landskjörstjórn hafi lokið sínu verki eftir fund klukkan fjögur í dag. Honum lítist ekki vel á þessa stöðu mála. Þingflokkur Vinstri grænna kom saman til fundar um klukkan eitt til að skipa fulltrúa í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Hann muni síðan kalla eftir formlegum tilnefningum í kjörbréfanefnd strax að loknum úthlutunarfundi Landskjörstjórnar. Kjörbréfanefndin hefji þá störf fljótlega eftir helgi. Þingflokkur Pírata fundaði um stöðu mála í morgun og hefur ákveðið að Björn Leví Gunnarsson ný endurkjörinn þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður verði fulltrúi flokksins í kjörbréfanefnd sem fer yfir kjörbréf þingmanna og undirbýr fyrir atkvæðagreiðslu í þinginu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í dag til að skipa fulltrúa í kjörbréfanefnd og fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum.Vísir/Vilhelm Áður hafði þingflokkur Samfylkingarinnar skipað Þórunni Sveinbjarnardóttur nýkjörinn þingmann í Suðvesturkjördæmi í nefndina og þingflokkur Framsóknarflokksins skipar Líneik Önnu Sævarsdóttur endurkjörinn þingmann í Norðausturkjördæmi og Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur nýkjörinn þingmann í Suðurkjördæmi í nefndina. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna komu saman til fundar um klukkan eitt til að ákveða um skipan sinna fulltrúa. Miðflokkurinn og Viðreisn fá áheyrnarfulltrúa í nefndina sem er skipuð eftir styrk flokka og verður Hanna Katrín Friðriksson ný endurkjörinn þingmaður Viðreisnar áheyrnarfulltrúi hennar. Ekki liggur fyrir hver situr fundi nefndarinnar fyrir Miðflokkinn né hvern Flokkur fólksins ætlar að skipa í nefndina. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Fimm ástæður fyrir að endurtaka kosningarnar í heild sinni Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Mannréttindadómstóllinn þegar komist að því að kerfi þar sem þingmenn úskurði sjálfir um lögmæti kjörs síns standist ekki 3. grein I. viðauka við lögfestan Mannréttindasáttmála Evrópu. 30. september 2021 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Magnús Davíð Norðdahl segir telur brýnt að Alþingi taki sem fyrst á efni kærunnar.Vísir/Vilhelm „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju," segir Magnús Davíð. Hafa beri í huga að heilindi kosningakerfisins séu undir í málinu. Uppspretta valdsins væri í þingkosningum og löggjafarvaldið velji síðan framkvæmdavaldið sem síðan skipi dómsvaldið. „Þannig að það er ansi mikið undir. Og það er auðvitað bagalegt að við skulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu,“ segir Magnús Davíð. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis tók við kærunni en taldi að hún ætti að berast dómsmálaráðuneytinu og koma þaðan til þingsins. Magnús Davíð hafði áður einnig afhent ráðuneytinu kæruna. Willum minnti einnig á að kærufrestur vegna kosninganna væri fjórar vikur. „Staðan er auðvitað sú að það er mikil óvissa og það er rétt að reyna að flýta þessu ferli eins og hægt er til að eyða þeirri óvissu sem er til staðar. Ég held að óvissan sem nú er sé bagaleg fyrir okkur öll. Frambjóðendur og kjósendur í þessu landi," sagði Magnús Davíð. En Landskjörstjórn mun koma saman klukkan fjögur í dag ti að úthluta kjörbréfum. Willum Þór fer með stjórn Alþingis sem starfandi forseti þess fram að fyrsta þingfundi. Hann segir ekki hægt að skipa formlega í undirbúningskjörbréfanefnd fyrr en Landskjörstjórn hafi lokið sínu verki eftir fund klukkan fjögur í dag. Honum lítist ekki vel á þessa stöðu mála. Þingflokkur Vinstri grænna kom saman til fundar um klukkan eitt til að skipa fulltrúa í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Hann muni síðan kalla eftir formlegum tilnefningum í kjörbréfanefnd strax að loknum úthlutunarfundi Landskjörstjórnar. Kjörbréfanefndin hefji þá störf fljótlega eftir helgi. Þingflokkur Pírata fundaði um stöðu mála í morgun og hefur ákveðið að Björn Leví Gunnarsson ný endurkjörinn þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður verði fulltrúi flokksins í kjörbréfanefnd sem fer yfir kjörbréf þingmanna og undirbýr fyrir atkvæðagreiðslu í þinginu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í dag til að skipa fulltrúa í kjörbréfanefnd og fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum.Vísir/Vilhelm Áður hafði þingflokkur Samfylkingarinnar skipað Þórunni Sveinbjarnardóttur nýkjörinn þingmann í Suðvesturkjördæmi í nefndina og þingflokkur Framsóknarflokksins skipar Líneik Önnu Sævarsdóttur endurkjörinn þingmann í Norðausturkjördæmi og Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur nýkjörinn þingmann í Suðurkjördæmi í nefndina. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna komu saman til fundar um klukkan eitt til að ákveða um skipan sinna fulltrúa. Miðflokkurinn og Viðreisn fá áheyrnarfulltrúa í nefndina sem er skipuð eftir styrk flokka og verður Hanna Katrín Friðriksson ný endurkjörinn þingmaður Viðreisnar áheyrnarfulltrúi hennar. Ekki liggur fyrir hver situr fundi nefndarinnar fyrir Miðflokkinn né hvern Flokkur fólksins ætlar að skipa í nefndina.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Fimm ástæður fyrir að endurtaka kosningarnar í heild sinni Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Mannréttindadómstóllinn þegar komist að því að kerfi þar sem þingmenn úskurði sjálfir um lögmæti kjörs síns standist ekki 3. grein I. viðauka við lögfestan Mannréttindasáttmála Evrópu. 30. september 2021 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31
Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31
Fimm ástæður fyrir að endurtaka kosningarnar í heild sinni Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Mannréttindadómstóllinn þegar komist að því að kerfi þar sem þingmenn úskurði sjálfir um lögmæti kjörs síns standist ekki 3. grein I. viðauka við lögfestan Mannréttindasáttmála Evrópu. 30. september 2021 11:00