Landsbankinn spáir einnig stýrivaxtahækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2021 10:19 Landsbankinn spáir því að stýrivextir hækki um 0,25 prósent í næstu viku. Vísir/Vilhelm Landsbankinn tekur undir spá Íslandsbankans frá því í gær um að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. Bankinn telur þó ekki útilokað að stýrivextir hækki um 0,5 prósentustig. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem bankinn spáir því að stýrivextir verði 1,25 prósent eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á miðvikudaginn í næstu viku. Í Hagsjánni segir að greinendur Landsbankans telji að vaxtahækkun nú væri fremur eðlilegt framhald af síðasta fundi peningastefnunefndar, þar sem tveir nefndarmenn hefðu frekar kosið 0,5 prósentustiga hækkun, fremur en þá 0,25 prósentustiga hækkun sem tilkynnt á síðasta stýrivaxtaákvörðunardegi í ágúst. „Hagkerfið er á leiðinni upp úr öldudalnum, verðbólga yfir markmiði og því eðlilegt að draga aðeins úr slaka peningastefnunnar. Frá síðasta fundi nefndarinnar hefur krónan veikst lítillega og spáum við að verðbólga verði 4,3% nú á þriðja fjórðungi sem yrði ögn meira en Seðlabankinn spáði í ágúst en þá spáði hann 4,2% verðbólgu,“ segir Hagsjánni. Útiloka ekki 0,5 prósentustiga hækkun Þá segir í Hagsjá bankans að í ljósi þess að tveir nefndarmenn hafi viljað frekari hækkun síðast, sé ekki hægt að útiloka að nú verði stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósentustig. „Það sem mælir hins vegar á móti þörf fyrir brattari stýrivaxtahækkun nú er að enn á eftir að gefa fyrri vaxtahækkunum tíma til að virka að fullu auk þess sem óljóst er hversu kælandi áhrif innleiðing á nýjum reglum um hámarksgreiðslubyrði munu hafa á íbúðamarkaðinn,“ segir í Hagsjánni. Í Hagsjánni, sem lesa má hér, segir einnig að ljóst sé að 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta, ofan á fyrri vaxtahækkanir, muni hafa teljandi áhrif á eftirspurn í gegnum vaxtakjör heimila, þar sem um þriðjungur heimila er með fasteignalán á óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Gera má ráð fyrir að slíkir vextir hækki hjá bönkunum ákveði Seðlabankinn að hækka stýrivexti í næstu viku. Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. 30. september 2021 09:51 Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. 9. september 2021 11:09 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem bankinn spáir því að stýrivextir verði 1,25 prósent eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á miðvikudaginn í næstu viku. Í Hagsjánni segir að greinendur Landsbankans telji að vaxtahækkun nú væri fremur eðlilegt framhald af síðasta fundi peningastefnunefndar, þar sem tveir nefndarmenn hefðu frekar kosið 0,5 prósentustiga hækkun, fremur en þá 0,25 prósentustiga hækkun sem tilkynnt á síðasta stýrivaxtaákvörðunardegi í ágúst. „Hagkerfið er á leiðinni upp úr öldudalnum, verðbólga yfir markmiði og því eðlilegt að draga aðeins úr slaka peningastefnunnar. Frá síðasta fundi nefndarinnar hefur krónan veikst lítillega og spáum við að verðbólga verði 4,3% nú á þriðja fjórðungi sem yrði ögn meira en Seðlabankinn spáði í ágúst en þá spáði hann 4,2% verðbólgu,“ segir Hagsjánni. Útiloka ekki 0,5 prósentustiga hækkun Þá segir í Hagsjá bankans að í ljósi þess að tveir nefndarmenn hafi viljað frekari hækkun síðast, sé ekki hægt að útiloka að nú verði stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósentustig. „Það sem mælir hins vegar á móti þörf fyrir brattari stýrivaxtahækkun nú er að enn á eftir að gefa fyrri vaxtahækkunum tíma til að virka að fullu auk þess sem óljóst er hversu kælandi áhrif innleiðing á nýjum reglum um hámarksgreiðslubyrði munu hafa á íbúðamarkaðinn,“ segir í Hagsjánni. Í Hagsjánni, sem lesa má hér, segir einnig að ljóst sé að 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta, ofan á fyrri vaxtahækkanir, muni hafa teljandi áhrif á eftirspurn í gegnum vaxtakjör heimila, þar sem um þriðjungur heimila er með fasteignalán á óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Gera má ráð fyrir að slíkir vextir hækki hjá bönkunum ákveði Seðlabankinn að hækka stýrivexti í næstu viku.
Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. 30. september 2021 09:51 Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. 9. september 2021 11:09 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. 30. september 2021 09:51
Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. 9. september 2021 11:09
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34