Ákærður fyrir að birta kynferðislegt efni af fyrrverandi á Facebook og í kommentakerfi DV Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 17:32 Maðurinn er ákærður fyrir alls átján liði en flestir snúa þeir að því að maðurinn hafi birt kynferðislegar myndir og myndbönd af fyrrverandi eiginkonu sinni á netinu. Getty/Vísir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru gegn manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. Ákæran er í átján liðum. Málið er nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað frá byrjun febrúar til lok marsmánaðar árið 2019 sent ítrekaða tölvupósta á ýmsa aðila en allir innihéldu póstarnir kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu hans. Póstarnir hafi verið til þess fallnir að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þá hafi hann sent pósta sem innihéldu hlekki á vefsíður þar sem mátti finna kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í mars 2019 sent öðrum í gegn um samfélagsmiðilinn Messenger hlekk á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af fyrrverandi eiginkonunni með skilaboðunum „X was a porn actress“ eða „X var klámleikkona.“ Maðurinn hafi jafnframt í mars 2019 skrifað inn athugasemd við frétt á fréttamiðli DV en í athugasemdinni var hlekkur á vefsíðu sem sýndi kynferðislegar myndir af konunni. Sendi fyrrverandi eiginkonu: „Ógeðslegasta mamma heims“ Maðurinn hafi þá sett eftirfarandi innlegg á Facebook-síðuna Matartips í mars sama ár. Í færslunni stóð: „Ok. Klám sem finnst á netinu er klám og öllum sýnilegt. X sem vinnur nú með börum í […] var að selja af sér klám á netinu og það er ekki við mig að sakast að konan gerði þetta. Það er hins vegar skrýtið og furðulegt að ríða banana og éta hann svo.“ Í kjölfarið hafi maðurinn sett athugasemd við færsluna þar sem hann sýndi meðal annars kynferðislega ljósmynd af konunni og skrifaði: „Bara vona innilega að börnin ykkar eru ekki skólanum hennar.“ Maðurinn hafi þá daginn eftir þetta hlaðið kynferðislegri ljósmynd og myndskeiðum af konunni inn á opinbera vefsíðu. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa stofnað Facebook-aðgang undir öðru nafni en sínu þar sem hann birti kynferðislegar ljósmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni. Þá setti hann inn tvær færslur á síðuna þar sem hann auglýsti að hann ætti fleiri kynferðislegar myndir af konunni. Hann hafi jafnframt í janúar 2019 sent konunni niðrandi skilaboð og kynferðislegar ljósmyndir af henni. Skilaboðin hafi meðal annars verið: „Farðu og dreptu þig“, „Rotta“, „Ógeðslegasta mamma heims“ og fleiri niðrandi skilaboð. Konan hefur farið fram á að maðurinn greiði henni 4,5 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira