Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Snorri Másson skrifar 29. september 2021 20:30 Eirik Holmøyvik, lögfræðiprófessor við Háskólann í Bergen, varaði við því í grein í fyrra að kosningaákvæði íslensku stjórnarskrárinnar stæðust ekki evrópskan stjórnskipunarrétt. Ágreiningur um kosningar í Norðvesturkjördæmi gæti ratað til Strassbourg. UiB/Kim E. Andreassen. Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. Óljóst er hvort ráðist verði í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi að kröfu Pírata. Alþingi mun greiða um það atkvæði bráðlega eftir að kjörbréfanefnd hefur rannsakað málið. Eirik Holmøyvik á sæti í ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál og hefur verið framsögumaður í málum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem atkvæðagreiðsla kjörinna fulltrúa um lögmæti eigin kjörs hefur verið dæmd ósamræmanleg evrópskum rétti. Holmøyvik skrifaði grein í fyrra þar sem hann sagði nýlegan slíkan dóm, þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg, eiga að vera víti til varnaðar fyrir meðal annars Íslendinga. Hann varaði með öðrum orðum við þessu. „Þetta er skýr viðvörun og skilaboðin frá Strassbourg eru ákaflega skýr. Þú ert með þessu í grunninn að brjóta grundvallarreglu í evrópskum stjórnskipunarrétti, að enginn geti dæmt um eigin kosningu,“ segir Holmøyvik í samtali við fréttastofu. Píratar þyrftu að sýna fram á að mistök við kosningarnar hefðu haft áhrif á niðurstöðurnar til að geta flutt það fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Síðan sé hægt að kæra það að óháður dómstóll hafi ekki úrskurðað um málið, heldur sjálfir aðilar málsins - þingmennirnir sjálfir. Holmøyvik telur fordæmi hjá Mannréttindadómstólnum þá ekki Íslendingum í hag ef í hart fer. „Með tilliti til skýrrar ákvörðunar í máli Belgíu í fyrra, kæmi það mér mjög á óvart, og það þyrfti raunar sérstakar staðreyndir af öðrum toga í máli Íslands, til þess að niðurstaðan yrði önnur þar,“ segir prófessorinn. Íslendingar þurfi að koma á sérstökum óháðum dómi til að taka málið til meðferðar. „Ég held að það sé mögulegt að forðast kæru til dómstólsins með því að grípa til aðgerða áður en þingið tekur ákvörðun í málinu,“ segir Holmøyvik. Ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt óbreytt væri þetta ekki vandamál, enda kveður á um það í henni að það sé landskjörstjórnar að úrskurða endanlega um það hvort þingmaður missi kjörgengi. Þeim úrskurði megi síðan skjóta til dómstóla, en álit Alþingis kemur hvergi við sögu. Holmøyvik skrifaði í grein sinni í Verfassungsblog, sem er eitt helsta tímarit um stjórnskipunarrétt í Evrópu, að ríki sem ætluðu að laga ákvæði sem gæfu þjóðþingum heimild til að dæma um eigin lögmæti, þyrftu í flestum tilvikum óhjákvæmilega að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01 Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34 „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Óljóst er hvort ráðist verði í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi að kröfu Pírata. Alþingi mun greiða um það atkvæði bráðlega eftir að kjörbréfanefnd hefur rannsakað málið. Eirik Holmøyvik á sæti í ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál og hefur verið framsögumaður í málum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem atkvæðagreiðsla kjörinna fulltrúa um lögmæti eigin kjörs hefur verið dæmd ósamræmanleg evrópskum rétti. Holmøyvik skrifaði grein í fyrra þar sem hann sagði nýlegan slíkan dóm, þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg, eiga að vera víti til varnaðar fyrir meðal annars Íslendinga. Hann varaði með öðrum orðum við þessu. „Þetta er skýr viðvörun og skilaboðin frá Strassbourg eru ákaflega skýr. Þú ert með þessu í grunninn að brjóta grundvallarreglu í evrópskum stjórnskipunarrétti, að enginn geti dæmt um eigin kosningu,“ segir Holmøyvik í samtali við fréttastofu. Píratar þyrftu að sýna fram á að mistök við kosningarnar hefðu haft áhrif á niðurstöðurnar til að geta flutt það fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Síðan sé hægt að kæra það að óháður dómstóll hafi ekki úrskurðað um málið, heldur sjálfir aðilar málsins - þingmennirnir sjálfir. Holmøyvik telur fordæmi hjá Mannréttindadómstólnum þá ekki Íslendingum í hag ef í hart fer. „Með tilliti til skýrrar ákvörðunar í máli Belgíu í fyrra, kæmi það mér mjög á óvart, og það þyrfti raunar sérstakar staðreyndir af öðrum toga í máli Íslands, til þess að niðurstaðan yrði önnur þar,“ segir prófessorinn. Íslendingar þurfi að koma á sérstökum óháðum dómi til að taka málið til meðferðar. „Ég held að það sé mögulegt að forðast kæru til dómstólsins með því að grípa til aðgerða áður en þingið tekur ákvörðun í málinu,“ segir Holmøyvik. Ef nýja stjórnarskráin hefði verið samþykkt óbreytt væri þetta ekki vandamál, enda kveður á um það í henni að það sé landskjörstjórnar að úrskurða endanlega um það hvort þingmaður missi kjörgengi. Þeim úrskurði megi síðan skjóta til dómstóla, en álit Alþingis kemur hvergi við sögu. Holmøyvik skrifaði í grein sinni í Verfassungsblog, sem er eitt helsta tímarit um stjórnskipunarrétt í Evrópu, að ríki sem ætluðu að laga ákvæði sem gæfu þjóðþingum heimild til að dæma um eigin lögmæti, þyrftu í flestum tilvikum óhjákvæmilega að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
Gildandi stjórnarskrá: 46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Nýja stjórnarskráin: 43. gr. Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01 Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34 „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. 29. september 2021 13:01
Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. 29. september 2021 12:34
„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33