Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2021 14:08 Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. Afar mjótt var á munum í kjördæminu þar sem einungis munaði sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmann kjördæmisins. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi kom saman til fundar um klukkan 13:30. Um klukkan 14 sendi Þórir Haraldsson formaður frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ráðist yrði í endurtalningu atkvæða í kosningum til Alþingis á laugardag. „Talning fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í dag, 27. september, 2021, og hefst kl. 19. Umboðsmenn framboðslista verða boðaðir til fundar með yfirkjörstjórn á sama stað kl. 18:30. Talning verður fyrir opnum tjöldum í samræmi við lög,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í morgun að umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hefðu tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. Framkvæmdin í Norðvesturkjördæmi kærð Endurtalning á atkvæðum fór fram í Norðvesturkjördæmi síðdegis í gær þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Fyrr í dag var sagt frá því að Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hafi ætlað sér að kæra framkvæmd kosninganna. Karl Gauti sagðist í samtali við fréttastofu ætla að kæra til lögreglu en Magnús Davíð til kjörbréfanefndar. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Afar mjótt var á munum í kjördæminu þar sem einungis munaði sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmann kjördæmisins. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi kom saman til fundar um klukkan 13:30. Um klukkan 14 sendi Þórir Haraldsson formaður frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að ráðist yrði í endurtalningu atkvæða í kosningum til Alþingis á laugardag. „Talning fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í dag, 27. september, 2021, og hefst kl. 19. Umboðsmenn framboðslista verða boðaðir til fundar með yfirkjörstjórn á sama stað kl. 18:30. Talning verður fyrir opnum tjöldum í samræmi við lög,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í morgun að umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hefðu tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. Framkvæmdin í Norðvesturkjördæmi kærð Endurtalning á atkvæðum fór fram í Norðvesturkjördæmi síðdegis í gær þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Fyrr í dag var sagt frá því að Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hafi ætlað sér að kæra framkvæmd kosninganna. Karl Gauti sagðist í samtali við fréttastofu ætla að kæra til lögreglu en Magnús Davíð til kjörbréfanefndar.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. 26. september 2021 07:38
Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14