Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2024 08:56 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í vikunni átta mánaða skilorðsbundinn dóm karlmanns fyrir ofbeldi og hótanir gagnvart dóttur sinni, en líka hótanir gagnvart syni sínum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að slá dóttur sína í andlitið, elta hana inn í svefnherbergi og þar sparka í búk hennar í ágúst 2016. Fyrir vikið mun dóttirin hafa hlotið ýmsa áverka. Hins vegar var honum gefið að sök að hóta dóttur sinni „svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt“, og svo í kjölfarið hótað syni sínum barsmíðum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að fjölskyldan hefði búið erlendis en flutt til Íslands árið 2016, en þau hefðu þó áður búið hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu gömul börnin voru þegar brotin voru framin. Sagði erlenda leyniþjónustu viðloðna málið Maðurinn neitaði alfarið sök í málinu. Hann hefði aldrei beitt ofbeldi og „aldrei einu sinni skammað“ börnin. Þá sagði hann málið snúast um peninga og að heiðarlegra væri að afla sér peninga með öðru móti. Hann sagði dóttur sína hafa verið sjáaldur augna sinna, og kenndi henni ekki um neitt. Hann sagði fyrrverandi eiginkonu sína hafa „misnotað hreint hjarta“ dótturinnar til að „heilaþvo saklausu börnin“ og breytt þeim í óvini sína. Hann sagði konuna hafa leyft „allt þetta“. Hún hefði farið milli Íslands og ótilgreinds erlends lands þar sem hægt væri að „falsa og breyta öllum skjölum“ og sagði leyniþjónustu þessa lands gera slíkt fyrir hana. Rifjaði upp ofbeldi frá því að hún var fjögurra ára Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að eiginkonan fyrrverandi væri einhvers konar driffjöður ásakanana í málinu. Í lögregluskýrslu sagði dóttirin að hún gæti ekki talið upp öll þau tilvik þar sem faðir hennar hefði beitt hana ofbeldi en sagðist muna eftir því að hann hafi slegið hana utan undir þegar hún var fjögurra ára gömul, eftir að hún missti niður glas. Þá hefði faðirinn beitt fjölskylduna miklu andlegu ofbeldi. Dómurinn sakfelldi manninn í báðum ákæruliðunum. Héraðsdómur dæmdi hann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða dóttur sinni eina milljón króna, og syninum 400 þúsund. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms.
Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent