„Þetta voru góðir níu tímar“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 19:47 Þessi fimm héldu í allan dag að þau ættu eftir að sitja á þingi næsta kjörtímabil. Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. Þau sem féllu út sem jöfnunarmenn voru þau Karl Gauti Hjaltason, fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir, fyrir Vinstri græn í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim, fyrir Pírata í Reykjavík norður, Guðmundur Gunnarsson, fyrir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi, og loks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrir Samfylkinguna í Reykjavík suður. Fréttastofa sló á þráðinn til þeirra í kvöld og áttu þau það öll sameiginlegt að vera bæði hissa og nokkuð vonsvikin með tíðindin. Svona er lýðræðið „Já, ertu ekki að grínast í mér. Þetta eru ótrúlega mikil vonbrigði,“ segir Lenya Rún sem virtist komast nokkuð óvænt inn sem jöfnunarþingmaður Pírata í Reykjavík norður. Hún hefði verið yngsti þingmaður í sögu lýðveldisins. „En svona er lýðræðið bara. Þetta voru góðir níu tímar,“ segir hún. Lenya Rún var vonsvikin eftir daginn. „Mér finnst bara leiðinlegt að þessir hópar sem ég hefði getað talað fyrir fá ekki rödd enn einu sinni.“ Ekki tilbúin að tjá sig Rósa Björk var ekki til í að tjá sig um tíðindin þegar fréttastofa náði tali af henni í kvöld. „Ég er ekki að tala við fjölmiðla núna. Við erum bara að reyna að átta okkur á því sem er í gangi,“ sagði hún. Rósa var enn að átta sig á stöðunni eftir endurtalninguna. Er gæddur ágætis jafnaðargeði „Þetta er nú meiri eldskírnin og rússíbanareiðin,“ segir Guðmundur Gunnarsson og hlær hreinlega að stöðunni þegar fréttamaður spurði hann hvernig honum liði eftir tíðindin. „Ég er nú gæddur ágætis jafnaðargeði, þannig ég var nú ekki einu sinni alveg búinn að átta mig á því að ég væri orðinn þingmaður í dag. Þannig þetta er nú bara svona. Ég veit að ég var búinn að leggja allt mitt í þetta og maður veit að maður gat ekki gert betur,“ segir hann. Þrátt fyrir að komast ekki inn á þing er Guðmundur sáttur með atkvæðafjöldann sem Viðreisn náði í kjördæminu. Honum þykir sérlega leitt að meirihluti kvenna á þingi, sem var útlit fyrir í dag, hafi fallið. Og þykir kaldhæðnislegt að „það komi í staðinn inn lykilmaður í Klaustursmálinu. Það er náttúrulega bara hápunktur íróníunnar,“ segir hann og vísar þar í Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem kom inn sem jöfnunarþingmaður í Norðvesturkjördæmi í stað Guðmundar. Munaði átta atkvæðum Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, missti þá jöfnunarsæti sitt. Það er ekki síst súrt fyrir hana vegna þess að það munaði ekki nema sjö atkvæðum á VG og Miðflokki í kjördæminu og ef Hólmfríður hefði fengið átta atkvæði til viðbótar hefði hún þannig komist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Þetta er náttúrulega bara óskemmtilegt. Þegar maður er búinn að fá þær fréttir að maður sé inni, og svo koma svona mistök í ljós,“ segir hún í samtali við Vísi. „Þetta er bara staðan og það er bara þannig. Vissulega er þetta bara mjög leiðinlegt fyrir þá sem þetta kemur fyrir en svo eru þá aðrir sem komast að. Þetta breytir í raun ekki þingmannafjölda hvers flokks fyrir sig, sem er þó jákvætt. En það er vissulega sorglegt að við konurnar erum komnar aftur í minnihluta, það var eitthvað sem var mjög jákvætt, að konur væru í fyrsta sinn í lýðveldissögunni og í Evrópu í meirihluta á þingi.“ Hólmfríður Árnadóttir virtist ætla að verða eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi en nú er flokkurinn ekki með mann þar. Vinstri græn hafa farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi, kjördæmi Hólmfríðar, þar sem afar mjótt var á mununum. Hana vantaði aðeins átta atkvæði til að vera kjördæmakjörin fram yfir Miðflokksmanninn Birgi Þórarinsson. Yfirkjörstjórn mun ekki taka afstöðu til beiðni flokksins fyrr en á morgun. Aðspurð segist Hólmfríður ekki alveg búin að gefa upp vonina um þingsætið. „Mér finnst bara rétt að það sé þá bara endurtalið. Þá sé bara allt á hreinu og ekkert hægt að naga sig í handarbökin seinna meir.“ Spyr sig hvaða atkvæðabunki týndist Karl Gauti furðar sig þá á mistökum kjörstjórnarinnar. „Hvað þýðir yfirlýsing um lokatölur ef að það er tekin ákvörðun um endurtalningu fimm tímum síðar?“ spyr hann sig. Hann segir að ef einhver vafi leiki á því einhvers staðar að mistök hafi verið gerð eigi að endurtelja strax en ekki að gefa út lokatölur og fara síðan í að leiðrétta. Hann segir að grunur um að misbrestur væri í talningu hefði læðst að sér fyrr um kvöldið og það í öðru kjördæmi, hans eigin Suðvesturkjördæmi. Karl Gauti gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir endurtalninguna. „Ég spyr mig hvaða bunki týndist, hvenær fannst hann aftur og voru einhver fleiri mistök í talningunni þarna? Þetta er bara alvarlegur misbrestur í framkvæmd talningar,“ segir hann. „Auðvitað á að endurtelja á öllu landi, að sjálfsögðu.“ Karl Gauti sagði það við fréttastofu í nótt þegar útlit var fyrir að hann næði ekki inn að honum hefði boðist starf á togara. Mun hann þá taka því fyrst hann er dottinn út úr jöfnunarsætinu? „Ég er nú ekki búinn að hafa samband við þá en ég finn mér einhverja vinnu. Ég er til dæmis mjög góður í að telja og gæti farið að telja atkvæði,“ segir hann léttur í bragði en getur þó ekki leynt vonbrigðum sínum: „Maður er bara gjörsamlega úrvinda eftir svona uppákomur. Ég meina vonbrigðin komu nú í gær, svo kom gleðin og síðan koma þessi vonbrigði sem eru náttúrulega miklu harkalegri en í gærkvöldi.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Samfylkingin Viðreisn Vinstri græn Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Þau sem féllu út sem jöfnunarmenn voru þau Karl Gauti Hjaltason, fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir, fyrir Vinstri græn í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim, fyrir Pírata í Reykjavík norður, Guðmundur Gunnarsson, fyrir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi, og loks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrir Samfylkinguna í Reykjavík suður. Fréttastofa sló á þráðinn til þeirra í kvöld og áttu þau það öll sameiginlegt að vera bæði hissa og nokkuð vonsvikin með tíðindin. Svona er lýðræðið „Já, ertu ekki að grínast í mér. Þetta eru ótrúlega mikil vonbrigði,“ segir Lenya Rún sem virtist komast nokkuð óvænt inn sem jöfnunarþingmaður Pírata í Reykjavík norður. Hún hefði verið yngsti þingmaður í sögu lýðveldisins. „En svona er lýðræðið bara. Þetta voru góðir níu tímar,“ segir hún. Lenya Rún var vonsvikin eftir daginn. „Mér finnst bara leiðinlegt að þessir hópar sem ég hefði getað talað fyrir fá ekki rödd enn einu sinni.“ Ekki tilbúin að tjá sig Rósa Björk var ekki til í að tjá sig um tíðindin þegar fréttastofa náði tali af henni í kvöld. „Ég er ekki að tala við fjölmiðla núna. Við erum bara að reyna að átta okkur á því sem er í gangi,“ sagði hún. Rósa var enn að átta sig á stöðunni eftir endurtalninguna. Er gæddur ágætis jafnaðargeði „Þetta er nú meiri eldskírnin og rússíbanareiðin,“ segir Guðmundur Gunnarsson og hlær hreinlega að stöðunni þegar fréttamaður spurði hann hvernig honum liði eftir tíðindin. „Ég er nú gæddur ágætis jafnaðargeði, þannig ég var nú ekki einu sinni alveg búinn að átta mig á því að ég væri orðinn þingmaður í dag. Þannig þetta er nú bara svona. Ég veit að ég var búinn að leggja allt mitt í þetta og maður veit að maður gat ekki gert betur,“ segir hann. Þrátt fyrir að komast ekki inn á þing er Guðmundur sáttur með atkvæðafjöldann sem Viðreisn náði í kjördæminu. Honum þykir sérlega leitt að meirihluti kvenna á þingi, sem var útlit fyrir í dag, hafi fallið. Og þykir kaldhæðnislegt að „það komi í staðinn inn lykilmaður í Klaustursmálinu. Það er náttúrulega bara hápunktur íróníunnar,“ segir hann og vísar þar í Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem kom inn sem jöfnunarþingmaður í Norðvesturkjördæmi í stað Guðmundar. Munaði átta atkvæðum Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, missti þá jöfnunarsæti sitt. Það er ekki síst súrt fyrir hana vegna þess að það munaði ekki nema sjö atkvæðum á VG og Miðflokki í kjördæminu og ef Hólmfríður hefði fengið átta atkvæði til viðbótar hefði hún þannig komist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Þetta er náttúrulega bara óskemmtilegt. Þegar maður er búinn að fá þær fréttir að maður sé inni, og svo koma svona mistök í ljós,“ segir hún í samtali við Vísi. „Þetta er bara staðan og það er bara þannig. Vissulega er þetta bara mjög leiðinlegt fyrir þá sem þetta kemur fyrir en svo eru þá aðrir sem komast að. Þetta breytir í raun ekki þingmannafjölda hvers flokks fyrir sig, sem er þó jákvætt. En það er vissulega sorglegt að við konurnar erum komnar aftur í minnihluta, það var eitthvað sem var mjög jákvætt, að konur væru í fyrsta sinn í lýðveldissögunni og í Evrópu í meirihluta á þingi.“ Hólmfríður Árnadóttir virtist ætla að verða eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi en nú er flokkurinn ekki með mann þar. Vinstri græn hafa farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi, kjördæmi Hólmfríðar, þar sem afar mjótt var á mununum. Hana vantaði aðeins átta atkvæði til að vera kjördæmakjörin fram yfir Miðflokksmanninn Birgi Þórarinsson. Yfirkjörstjórn mun ekki taka afstöðu til beiðni flokksins fyrr en á morgun. Aðspurð segist Hólmfríður ekki alveg búin að gefa upp vonina um þingsætið. „Mér finnst bara rétt að það sé þá bara endurtalið. Þá sé bara allt á hreinu og ekkert hægt að naga sig í handarbökin seinna meir.“ Spyr sig hvaða atkvæðabunki týndist Karl Gauti furðar sig þá á mistökum kjörstjórnarinnar. „Hvað þýðir yfirlýsing um lokatölur ef að það er tekin ákvörðun um endurtalningu fimm tímum síðar?“ spyr hann sig. Hann segir að ef einhver vafi leiki á því einhvers staðar að mistök hafi verið gerð eigi að endurtelja strax en ekki að gefa út lokatölur og fara síðan í að leiðrétta. Hann segir að grunur um að misbrestur væri í talningu hefði læðst að sér fyrr um kvöldið og það í öðru kjördæmi, hans eigin Suðvesturkjördæmi. Karl Gauti gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir endurtalninguna. „Ég spyr mig hvaða bunki týndist, hvenær fannst hann aftur og voru einhver fleiri mistök í talningunni þarna? Þetta er bara alvarlegur misbrestur í framkvæmd talningar,“ segir hann. „Auðvitað á að endurtelja á öllu landi, að sjálfsögðu.“ Karl Gauti sagði það við fréttastofu í nótt þegar útlit var fyrir að hann næði ekki inn að honum hefði boðist starf á togara. Mun hann þá taka því fyrst hann er dottinn út úr jöfnunarsætinu? „Ég er nú ekki búinn að hafa samband við þá en ég finn mér einhverja vinnu. Ég er til dæmis mjög góður í að telja og gæti farið að telja atkvæði,“ segir hann léttur í bragði en getur þó ekki leynt vonbrigðum sínum: „Maður er bara gjörsamlega úrvinda eftir svona uppákomur. Ég meina vonbrigðin komu nú í gær, svo kom gleðin og síðan koma þessi vonbrigði sem eru náttúrulega miklu harkalegri en í gærkvöldi.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Samfylkingin Viðreisn Vinstri græn Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira