„Endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 22:29 Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður segist bjartsýn fyrir kvöldinu. Vísir Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn og vinstriflokkar fái að stýra landinu. Hún upplifi mikla endurreisn meðal Jafnaðarmanna á Íslandi. Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í samtali við fréttastofu á kosningavöku Samfylkingarinnar í Gamla bíói fyrir stuttu. Fyrstu tölur í Suður- og Norðvesturkjördæmi hafa þegar skilað sér og Samfylkingin meðal efstu fimm flokka miðað við þær tölur. „Stemningin er gríðarlega góð á kosningavöku Samfylkingarinnar og segist Kristrún upplifa mikinn meðbyr,“ segir Kristrún. „Mér líður bara ótrúlega vel, það er svo gaman að vera hérna í þessari miklu orku og maður upplifir alveg ofboðslega mikinn meðbyr. Þannig að þetta hefur verið ótrúlegur tími.“ Hún segist hafa verið nokkuð stressuð í morgun, í fyrsta sinn í langan tíma. Stressið hafi hins vegar runnið af henni eftir því sem leið á daginn. „Ég var stressuð í morgun, ég vaknaði í fyrsta skipti í langan tíma með hnút í maganum en þegar leið á daginn einhvern vegin linaðist ég öll en það kemur bara allt í ljós. Mér líður bara ótrúlega vel með þetta allt saman og ég er svo ótrúlega stolt af okkar fólki, það er búin að vera svo góð stemning og mikill hugur í fólki. Nú verður bara spennandi að sjá hvað gerist.“ Hvað heldurðu að þið náið mörgum mönnum inn? „Það er náttúrulega rosalega erfitt að vera með einhverjar yfirlýsingar rétt fyrir fyrstu tölur en ég hef fundið mjög mikinn meðbyr og við upplifum að það sé að verða ákveðin endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi og við vonumst bara til þess að sjá það í tölunum og að þetta verði fyrsta skref að því að Samfylkingin verði aftur stór og veglegur flokkur á Íslandi.“ Kristrún segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn fái sæti við ríkisstjórnarborðið. „Já, auðvitað. Í ríkisstjórn, það er þar sem stóru ákvarðanirnar eru teknar. Það er auðvitað mikið aðhaldshlutverk að vera í stjórnarandstöðu en við viljum auðvitað hafa áhrif, við viljum sýna að jafnaðarmenn og vinstriflokkar geti stýrt landinu eins og við sjáum á öllum Norðurlöndunum í kring um okkur,“ segir Kristrún. „Við erum með góðar hugmyndir, við erum með góða hugmyndafræði og sýn fyrir landið þannig að við viljum að sjálfsögðu fá að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.“ Hvað viltu fá marga menn inn til að vera sátt við niðurstöðuna? Sko, auðvitað er öll viðbót gríðarlega sterk fyrir okkur. Við erum með mjög öfluga, sérstaklega í okkar kjördæmum í Reykjavík, aðila í öðrum og þriðju sætunum. Við viljum auðvitað bara sjá nokkra þingmenn til viðbótar. Allt sem styrkir okkur verður mjög jákvætt fyrir okkur.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira