Ryder Cup hefst á morgun: „Ég hvet alla íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2021 19:02 Þorsteinn Hallgrímsson fór yfir það sem framundan er á Ryder Cup sem fram fer um helgina. Mynd/Skjáskot Golfsérfræðingurinn Þorsteinn Hallgrímsson ræddi við Stöð 2 í dag í aðdraganda Ryder Cup sem hefst á morgun. Hann segir að mikil eftirvænting sé fyrir mótinu og hvetur alla íþróttaáhugamenn að fylgjast vel með. „Þetta er stórviðburðurinn á árinu í karlagolfinu. Við fengum náttúrulega Solheim Cup um daginn hjá konunum og það er alltaf mikil eftirvænting og spenna fyrir Ryder Cup,“ sagði . En hvernig er mótafyrirkomulagið í ár? „Það er náttúrulega þessi liðakeppni. Ryder Cup og Solheim Cup eru öðruvísi heldur en venjuleg mót.“ „Það eru tvö tólf manna lið, eitt frá Evrópu og eitt frá Bandaríkjunum og það er leikið með holukeppnisfyrirkomulagi. Til að gera þetta enn flóknara þá eru þrjár tegundir af leikformi sem eru leikin yfir þessa þrjá daga sem mótið er. En þetta er gríðarlega spennandi.“ Evrópa hefur verið mep ágætis tök á þessu móti á seinustu árum en Þorsteinn segir að Bandaríkjamenn séu líklegir til árangurs í ár. „Í síðustu tólf skipti sem hefur verið leikið hefur Evrópa sigrað níu sinnum, og í ellefu skipti af þesum tólf hefur Evrópa verið með veikara lið samkvæmt stöðu heimslistans og það er þannig núna.“ „Ef við tökum þetta tólf manna lið Bandaríkjamanna þá eru þeir að meðaltali í níunda sæti á heimslistanum, á meðan að Evrópa, ef að við tökum meðaltal af þeirra tólf manna liði, þá er það rúmlega þrítugasta sæti.“ „Þannig að fyrirfram eiga Bandaríkjamenn að taka þetta, en það sem að Evrópa hefur fram yfir Bandaríkjamenn er að það er svo gaman hjá Evrópustrákunum. Þeir eru svona meira lið og ná betur saman.“ Mikil stemning hefur myndast í kringum mótið á seinustu árum, og aðspurður segir Þorsteinn að þetta verði stærra en kosningarnar sem fara einnig fram um helgina. „Já, það er svo gaman að fylgjast með þessu,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta verður algjör veisla. Við byrjum klukkan 12 á morgun og við sýnum hvert einasta högg sem verður slegið fram á sunnudagskvöld og svo klárum við með verðlaunaafhendingunni. Þetta verður algjör veisla alla helgina.“ „Ég hvet alla golfáhugamenn og íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ryder Cup viðtal Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Þetta er stórviðburðurinn á árinu í karlagolfinu. Við fengum náttúrulega Solheim Cup um daginn hjá konunum og það er alltaf mikil eftirvænting og spenna fyrir Ryder Cup,“ sagði . En hvernig er mótafyrirkomulagið í ár? „Það er náttúrulega þessi liðakeppni. Ryder Cup og Solheim Cup eru öðruvísi heldur en venjuleg mót.“ „Það eru tvö tólf manna lið, eitt frá Evrópu og eitt frá Bandaríkjunum og það er leikið með holukeppnisfyrirkomulagi. Til að gera þetta enn flóknara þá eru þrjár tegundir af leikformi sem eru leikin yfir þessa þrjá daga sem mótið er. En þetta er gríðarlega spennandi.“ Evrópa hefur verið mep ágætis tök á þessu móti á seinustu árum en Þorsteinn segir að Bandaríkjamenn séu líklegir til árangurs í ár. „Í síðustu tólf skipti sem hefur verið leikið hefur Evrópa sigrað níu sinnum, og í ellefu skipti af þesum tólf hefur Evrópa verið með veikara lið samkvæmt stöðu heimslistans og það er þannig núna.“ „Ef við tökum þetta tólf manna lið Bandaríkjamanna þá eru þeir að meðaltali í níunda sæti á heimslistanum, á meðan að Evrópa, ef að við tökum meðaltal af þeirra tólf manna liði, þá er það rúmlega þrítugasta sæti.“ „Þannig að fyrirfram eiga Bandaríkjamenn að taka þetta, en það sem að Evrópa hefur fram yfir Bandaríkjamenn er að það er svo gaman hjá Evrópustrákunum. Þeir eru svona meira lið og ná betur saman.“ Mikil stemning hefur myndast í kringum mótið á seinustu árum, og aðspurður segir Þorsteinn að þetta verði stærra en kosningarnar sem fara einnig fram um helgina. „Já, það er svo gaman að fylgjast með þessu,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta verður algjör veisla. Við byrjum klukkan 12 á morgun og við sýnum hvert einasta högg sem verður slegið fram á sunnudagskvöld og svo klárum við með verðlaunaafhendingunni. Þetta verður algjör veisla alla helgina.“ „Ég hvet alla golfáhugamenn og íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ryder Cup viðtal Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira