Þorsteinn: Við fórum hugrökk inn í þennan leik og ætluðum að þora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 21:07 Byrjunarlið Íslands á móti Hollandi í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn sá jákvæða hluti í leik íslensku stelpnanna í kvöld og það vantaði oft lítið upp á að fá meira út úr lofandi sóknum liðsins. „Það voru jákvæðir punktar hjá okkur en auðvitað vissum við alveg að við vorum að spila á móti mjög góðu liði og mjög vel spilandi liði. Það voru kaflar í leiknum þar sem var að slitna aðeins á milli hjá okkur og við þurfum aðeins að laga það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, eftir 2-0 tap á móti Hollandi í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023. „Við þurfum að vinna í því að halda liðinu aðeins þéttar því þá er erfiðara að færa boltann á milli svæða hjá okkur og erfiðara að spila á móti okkur. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða vel því mín tilfinningin mín núna var að það var að slitna aðeins á milli hjá okkur. Það gerði okkur aðeins erfiðara að komast upp í hraðar sóknir eða halda boltanum,“ sagði Þorsteinn en hverjir voru jákvæðustu punktarnir í leik íslenska liðsins. Þorsteinn Halldórsson kallar á íslensku stelpurnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst vera kraftur í okkur og við náðum upp köflum í leiknum þar sem við vorum að ógna vel, komast á bak við þær og komast í fínar stöður. Það vantaði kannski úrslitasendinguna, finna hlaupin inn í teig og finna möguleikana sem mér fannst ver að opnast þarna. Við hittum ekki á samherja í þeim hlaupum,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið var að mæta einu besta fótboltaliði í heimi í kvöld. „Við fórum hugrökk inn í þennan leik því við ætluðum ekki að liggja til baka og bíða að sjá. Við ætluðum að þora að vera kröftugt lið og þora að vera lið sem framkvæmir hluti sóknarlega. Ekki bara hanga í vörn, bomba fram og sjá hvað gerist. Við ætluðum að reyna að spila og reyna að halda boltanum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst margt jákvætt sem við gerðum og þó að við höfum tapað sem er ógeðslega fúlt og leiðinlegt þá þýðir ekkert að gráta yfir því. Það er bara næsti leikur og við þurfum bara að vera undirbúin fyrir næsta verkefni eftir mánuð,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Það voru jákvæðir punktar hjá okkur en auðvitað vissum við alveg að við vorum að spila á móti mjög góðu liði og mjög vel spilandi liði. Það voru kaflar í leiknum þar sem var að slitna aðeins á milli hjá okkur og við þurfum aðeins að laga það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, eftir 2-0 tap á móti Hollandi í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023. „Við þurfum að vinna í því að halda liðinu aðeins þéttar því þá er erfiðara að færa boltann á milli svæða hjá okkur og erfiðara að spila á móti okkur. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða vel því mín tilfinningin mín núna var að það var að slitna aðeins á milli hjá okkur. Það gerði okkur aðeins erfiðara að komast upp í hraðar sóknir eða halda boltanum,“ sagði Þorsteinn en hverjir voru jákvæðustu punktarnir í leik íslenska liðsins. Þorsteinn Halldórsson kallar á íslensku stelpurnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst vera kraftur í okkur og við náðum upp köflum í leiknum þar sem við vorum að ógna vel, komast á bak við þær og komast í fínar stöður. Það vantaði kannski úrslitasendinguna, finna hlaupin inn í teig og finna möguleikana sem mér fannst ver að opnast þarna. Við hittum ekki á samherja í þeim hlaupum,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið var að mæta einu besta fótboltaliði í heimi í kvöld. „Við fórum hugrökk inn í þennan leik því við ætluðum ekki að liggja til baka og bíða að sjá. Við ætluðum að þora að vera kröftugt lið og þora að vera lið sem framkvæmir hluti sóknarlega. Ekki bara hanga í vörn, bomba fram og sjá hvað gerist. Við ætluðum að reyna að spila og reyna að halda boltanum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst margt jákvætt sem við gerðum og þó að við höfum tapað sem er ógeðslega fúlt og leiðinlegt þá þýðir ekkert að gráta yfir því. Það er bara næsti leikur og við þurfum bara að vera undirbúin fyrir næsta verkefni eftir mánuð,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira