Guðný í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í keppnisleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 17:27 Guðný Árnadóttir í leik með AC Milan í Meistaradeildinni í fótbolta á dögunum. Getty/AC Milan Guðný Árnadóttir er í byrjunarliði Íslands á móti Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM í kvöld. Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og það kemur ekki margt á óvart fyrir utan kannski það að hægri bakvarðarstaðan kemur nú í hlut Guðnýjar. Guðný er 21 árs gömul og spilar með A.C. Milan á Ítalíu. Hún lék með FH og Val áður en hún fór út í atvinnumennsku. Guðný hefur aldrei áður verið í byrjunarliði í keppnisleik og níu af tíu landsleikjum hennar á ferlinum hafa verið vináttulandsleikir. Guðný kom inn á sem varamaður í hálfleik í báðum æfingarleikjunum við Ítalíu í apríl sem voru fyrstu leikir liðsins undir stjórn Þorsteins. Sandra Sigurðardóttir er í markinu frekar en Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir eru líka áfram miðverðir og Sif Atladóttir byrjar því á varamannabekknum. Miðjan er skipuð þeim Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur og Dagný Brynjarsdóttur eins og áður. Sveindís Jane Jónsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru síðan á köntunum og fremst er síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Sandra og Agla María eru einu leikmenn íslenska byrjunarliðsins í kvöld sem eru að spila hér heima í Pepsi Max deildinni en hinar níu eru allar að spila sem atvinnumenn erlendis. Byrjunarliðið gegn Hollandi!Our starting lineup for the @FIFAWWC qualifier against the Netherlands.#alltundir pic.twitter.com/YzlEvDiQPa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 21, 2021 Byrjunarliðið Íslands á móti Hollandi í kvöld: Sandra Sigurðardóttir Guðný Árnadóttir Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Agla María Albertsdóttir HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og það kemur ekki margt á óvart fyrir utan kannski það að hægri bakvarðarstaðan kemur nú í hlut Guðnýjar. Guðný er 21 árs gömul og spilar með A.C. Milan á Ítalíu. Hún lék með FH og Val áður en hún fór út í atvinnumennsku. Guðný hefur aldrei áður verið í byrjunarliði í keppnisleik og níu af tíu landsleikjum hennar á ferlinum hafa verið vináttulandsleikir. Guðný kom inn á sem varamaður í hálfleik í báðum æfingarleikjunum við Ítalíu í apríl sem voru fyrstu leikir liðsins undir stjórn Þorsteins. Sandra Sigurðardóttir er í markinu frekar en Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir eru líka áfram miðverðir og Sif Atladóttir byrjar því á varamannabekknum. Miðjan er skipuð þeim Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur og Dagný Brynjarsdóttur eins og áður. Sveindís Jane Jónsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru síðan á köntunum og fremst er síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Sandra og Agla María eru einu leikmenn íslenska byrjunarliðsins í kvöld sem eru að spila hér heima í Pepsi Max deildinni en hinar níu eru allar að spila sem atvinnumenn erlendis. Byrjunarliðið gegn Hollandi!Our starting lineup for the @FIFAWWC qualifier against the Netherlands.#alltundir pic.twitter.com/YzlEvDiQPa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 21, 2021 Byrjunarliðið Íslands á móti Hollandi í kvöld: Sandra Sigurðardóttir Guðný Árnadóttir Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Agla María Albertsdóttir
Byrjunarliðið Íslands á móti Hollandi í kvöld: Sandra Sigurðardóttir Guðný Árnadóttir Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Agla María Albertsdóttir
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira