Valli fær engan frið á bryggjunni sem búið er að girða af Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. september 2021 11:10 Valli rostungur nýtur töluverðra vinsælda á bryggjunni á Höfn. Hann lætur þó reglulega í sér heyra með bauli eða hvæsi. Hornafjarðarhöfn Girða þurfti af olíubryggjuna á Höfn í Hornafirði í gær vegna ágangs forvitinna gesta sem vildu sjá rostung sem komið hafði sér þar fyrir í annað sinn. Hafnarvörður segir dýrinu greinilega líða vel á bryggjunni þó það fái engan frið. Það var síðastliðinn föstudag sem skipverjar á togaranum Ásgrími Halldórssyni sáu rostung fyrir utan höfnina á Höfn í Hornafirði þegar þeir voru að koma í land. Á sunnudaginn urðu hafnarverðir hans svo aftur varir inni í höfninni. Rostungurinn kom sér upp á olíubryggju og undi sér vel. Morguninn eftir var hann horfinn. Í gær birtist hann svo aftur og gerði sig heimakominn. Valli rostungur tekur sig vel út á bryggjunni á Höfn. Hornafjarðarhöfn „Honum virðist líða vel þarna. Þó að hann fái engan frið. Það er stanslaus traffík og menn eru endalaust að kíkja á hann og taka myndir “ segir Þröstur Jóhannsson hafnarvörður. Hann segir rostunginn frekar rólegan. „Hann er alveg til friðs. Hann aðeins svona baular á mann ef maður reynir að koma nálægt honum. Annars er hann alveg rólegur.“ Hvernig baular Valli? Það má sjá í myndbandinu að neðan. Þröstur segir rostunginn draga marga að og börnin í bænum fylgjast vel með bryggjunni þessa dagana. „Það er stanslaus traffík á meðan hann er hérna og krakkarnir eru fljótir að sjá hvort hann sé kominn eða ekki “ Í gær leist hafnarvörðum ekki á blikuna þar sem fólk var farið að hætta sér mjög nálægt honum. „Fólk hefur verið að fara ansi nálægt honum. Í gærkvöldi þá girtum við af þannig að fólk á ekki að fara út á bryggjuna sem hann liggur á. Þannig að þá er fólk í svona, hvað eigum við að segja, sjö til átta metra fjarlægð, eitthvað svoleiðis,“ segir Þröstur. „Það var mikið af krökkum farið að koma og vera ansi nálægt. Sumir eftirlitslausir. Þannig að það þýðir ekkert að standa í því að þurfa að vera með stanslausa vakt. Þannig við reynum að loka af þannig að fólk fari sér ekki að voða.“ Valli rostungur Írar segjast nokkuð vissir um að rostungurinn sé sá sami og hafi valdið miklum usla við Írland í vor. Hann hefur fengið nafnið Wally eða Valli. „Hann hefur nú verið stilltur. Við höfum ekkert séð hann vera að gera neitt af sér. Við vitum náttúrulega ekki hvort hann sé að borða eða ekki. Það er nú búið að vera að henda til hans síld og makríl og hann er nú búinn að fá sér eitthvað af því en hann fékk sér nú ekki allt held ég. “ Valli rostungur Þröstur segir rostunginn nokkuð minni en þann sem sást árið 2013. „Þetta er stórt og mikið ferlíki en ég held að hann sé nú eitthvað minni heldur en sá sem kom 2013. Ég kíkti nú á hann á Jökulsárlóni en þetta eru feiknar skepnur. “ Í morgun stakk rostungurinn sér aftur til sunds en Þröstur segir ómögulegt að segja hvort hann komi aftur. „Ég er nú búinn að taka hérna rúnt í morgun og hef ekkert séð hann. Þannig að það er bara spurningin ratar hann út og fer í burtu eða er hann að þvælast hér í firðinum. Við höfum ekki hugmynd um það. “ Hornafjörður Dýr Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21. september 2021 06:59 Rostungurinn Valli mættur aftur Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum. 20. september 2021 22:49 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Það var síðastliðinn föstudag sem skipverjar á togaranum Ásgrími Halldórssyni sáu rostung fyrir utan höfnina á Höfn í Hornafirði þegar þeir voru að koma í land. Á sunnudaginn urðu hafnarverðir hans svo aftur varir inni í höfninni. Rostungurinn kom sér upp á olíubryggju og undi sér vel. Morguninn eftir var hann horfinn. Í gær birtist hann svo aftur og gerði sig heimakominn. Valli rostungur tekur sig vel út á bryggjunni á Höfn. Hornafjarðarhöfn „Honum virðist líða vel þarna. Þó að hann fái engan frið. Það er stanslaus traffík og menn eru endalaust að kíkja á hann og taka myndir “ segir Þröstur Jóhannsson hafnarvörður. Hann segir rostunginn frekar rólegan. „Hann er alveg til friðs. Hann aðeins svona baular á mann ef maður reynir að koma nálægt honum. Annars er hann alveg rólegur.“ Hvernig baular Valli? Það má sjá í myndbandinu að neðan. Þröstur segir rostunginn draga marga að og börnin í bænum fylgjast vel með bryggjunni þessa dagana. „Það er stanslaus traffík á meðan hann er hérna og krakkarnir eru fljótir að sjá hvort hann sé kominn eða ekki “ Í gær leist hafnarvörðum ekki á blikuna þar sem fólk var farið að hætta sér mjög nálægt honum. „Fólk hefur verið að fara ansi nálægt honum. Í gærkvöldi þá girtum við af þannig að fólk á ekki að fara út á bryggjuna sem hann liggur á. Þannig að þá er fólk í svona, hvað eigum við að segja, sjö til átta metra fjarlægð, eitthvað svoleiðis,“ segir Þröstur. „Það var mikið af krökkum farið að koma og vera ansi nálægt. Sumir eftirlitslausir. Þannig að það þýðir ekkert að standa í því að þurfa að vera með stanslausa vakt. Þannig við reynum að loka af þannig að fólk fari sér ekki að voða.“ Valli rostungur Írar segjast nokkuð vissir um að rostungurinn sé sá sami og hafi valdið miklum usla við Írland í vor. Hann hefur fengið nafnið Wally eða Valli. „Hann hefur nú verið stilltur. Við höfum ekkert séð hann vera að gera neitt af sér. Við vitum náttúrulega ekki hvort hann sé að borða eða ekki. Það er nú búið að vera að henda til hans síld og makríl og hann er nú búinn að fá sér eitthvað af því en hann fékk sér nú ekki allt held ég. “ Valli rostungur Þröstur segir rostunginn nokkuð minni en þann sem sást árið 2013. „Þetta er stórt og mikið ferlíki en ég held að hann sé nú eitthvað minni heldur en sá sem kom 2013. Ég kíkti nú á hann á Jökulsárlóni en þetta eru feiknar skepnur. “ Í morgun stakk rostungurinn sér aftur til sunds en Þröstur segir ómögulegt að segja hvort hann komi aftur. „Ég er nú búinn að taka hérna rúnt í morgun og hef ekkert séð hann. Þannig að það er bara spurningin ratar hann út og fer í burtu eða er hann að þvælast hér í firðinum. Við höfum ekki hugmynd um það. “
Hornafjörður Dýr Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21. september 2021 06:59 Rostungurinn Valli mættur aftur Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum. 20. september 2021 22:49 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Segjast hafa borið kennsl á Valla Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum. 21. september 2021 06:59
Rostungurinn Valli mættur aftur Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum. 20. september 2021 22:49
Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46
Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23