Mannslíf í húfi Halla Þorvaldsdóttir skrifar 18. september 2021 08:00 Hér á landi teygjum við okkur mjög langt til að bjarga mannslífum. Eitt af því sem hér hefur verið gert er að bjóða upp á skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini. Það hefur verið gert í áratugi, með mjög góðum árangri. Áætlað er að skimun fyrir leghálskrabbameini hafi komið í veg fyrir dauðsföll 430 kvenna á árunum 1972 - 2018. Því miður skortir á að við teygjum okkur nægilega langt til að koma í veg fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi. Í nýrri grein sérfræðinga Krabbameinsfélagsins og fleiri í Læknablaðinu er farið yfir hvernig skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi mun lækka nýgengi þessara meina og fækka dauðsföllum. Með skimun fyrir þessum meinum er hægt að bjarga að minnsta kosti 6 mannslífum á ári og fækka þannig umtalsvert þeim 28 dauðsföllum sem verða að meðaltali á hverju ári hér á landi hjá fólki á aldrinum 50 – 74 ára. Að auki léttir skimunin krabbameinsmeðferð margra. Öll Norðurlöndin nema Færeyjar hafa þegar innleitt þessa skimun. Hún hefur verið til umræðu, að því er virðist ágreiningslaust á Alþingi í 20 ár. Fjármagni hefur verið veitt til verkefnisins en samt er skimunin ekki hafin. Svör stjórnvalda hafa í mörg ár verið á þann veg að verið sé að undirbúa skimunina og hún sé alveg að fara í gang. Engar fréttir berast af framgangi málsins og við fyrirspurnum Krabbameinsfélagsins til heilbrigðisráðuneytisins berast engin svör. Krabbameinum mun fjölga um 28% á næstu 15 árum, fyrst og fremst vegna þess að þjóðin er að eldast. Krabbameinsmeðferð krefst mikils af þeim sem veikjast og aðstandendum þeirra og er kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Ekki þarf að orðlengja frekar að til mjög mikils er að vinna að nýta allar leiðir til að vinna gegn krabbameinum. Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi er mjög brýnt verkefni sem einfaldlega er ekki hægt að bíða með lengur. Fjöldi mannslífa er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi teygjum við okkur mjög langt til að bjarga mannslífum. Eitt af því sem hér hefur verið gert er að bjóða upp á skimanir fyrir brjósta- og leghálskrabbameini. Það hefur verið gert í áratugi, með mjög góðum árangri. Áætlað er að skimun fyrir leghálskrabbameini hafi komið í veg fyrir dauðsföll 430 kvenna á árunum 1972 - 2018. Því miður skortir á að við teygjum okkur nægilega langt til að koma í veg fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi. Í nýrri grein sérfræðinga Krabbameinsfélagsins og fleiri í Læknablaðinu er farið yfir hvernig skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi mun lækka nýgengi þessara meina og fækka dauðsföllum. Með skimun fyrir þessum meinum er hægt að bjarga að minnsta kosti 6 mannslífum á ári og fækka þannig umtalsvert þeim 28 dauðsföllum sem verða að meðaltali á hverju ári hér á landi hjá fólki á aldrinum 50 – 74 ára. Að auki léttir skimunin krabbameinsmeðferð margra. Öll Norðurlöndin nema Færeyjar hafa þegar innleitt þessa skimun. Hún hefur verið til umræðu, að því er virðist ágreiningslaust á Alþingi í 20 ár. Fjármagni hefur verið veitt til verkefnisins en samt er skimunin ekki hafin. Svör stjórnvalda hafa í mörg ár verið á þann veg að verið sé að undirbúa skimunina og hún sé alveg að fara í gang. Engar fréttir berast af framgangi málsins og við fyrirspurnum Krabbameinsfélagsins til heilbrigðisráðuneytisins berast engin svör. Krabbameinum mun fjölga um 28% á næstu 15 árum, fyrst og fremst vegna þess að þjóðin er að eldast. Krabbameinsmeðferð krefst mikils af þeim sem veikjast og aðstandendum þeirra og er kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Ekki þarf að orðlengja frekar að til mjög mikils er að vinna að nýta allar leiðir til að vinna gegn krabbameinum. Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi er mjög brýnt verkefni sem einfaldlega er ekki hægt að bíða með lengur. Fjöldi mannslífa er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar