Má loksins tjá sig og hvatti til sameiningar Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2021 14:32 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, tók til máls á fundi um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á Hellu í gærkvöldi. Stöð 2 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, segir að lítil sveitarfélög ráði orðið illa við þau verkefni sem þeim hefur verið falið. Þetta sagði Tryggvi á fundi um mögulega samningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á Hellu í gærkvöldi. Tryggvi, sem hefur búið á bæ í Rangárþingi ytraí tvo áratugi, tók til máls á fundinum þar sem hann sagðist hafa, sem umboðsmaður Alþingis, haft eftirlit með málefnum sveitarfélaga og ríkisins. Nú sé hann hins vegar hættur því starfi og geti því leyft sér að lýsa skoðun sinni. Á fundinum var verið að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps, en íbúar þar munu kjósa um mögulega sameiningu samhliða þingkosningunum 25. september. Tryggvi segir í samtali við Vísi ekki hafa lagt upp með að taka til máls á fundinum. Hann hafi hins vegar viljað nýta tækifærið og þakka fólkinu sem hefði unnið að málefninu fyrir vel unnin störf og hvetja íbúa í sveitarfélaginu til að hlusta á það í aðdraganda kosninganna. Tímaspursmál hvenær þetta verður skandall Í ræðu sinni gerði Tryggvi byggðasamlögin, sem hugsuð voru sem rekstrarutanumhald, að umtalsefni. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum er það er farið að fela þeim einstök framkvæmdar- og stjórnsýsluverkefni. En það er engin ábyrgð þar að baki og það er í raun tímaspursmál hvenær þetta verður einhver skandall. Þannig ég segi við ykkur. Takið nú mark á því sem þau eru að segja og breytið þessu. Það fer mikið betur á því að þetta sé í höndum sveitarfélaganna. Þannig það eru svo fjölmörg atriði sem fólk þarf að hafa í huga í þessum efnum. Til dæmis bara það að verkefni sveitarfélaganna hafa á síðustu árum alveg gjörbreyst. Þetta er ekki lengur spurning um einhver heimaverkefni; fjallskilin og einhver málefni innan sveitarfélagsins. Nú er búið að fela sveitarfélögunum að fara með stóran hluta þeirra verkefna sem áður voru í höndum ríkisins og lúta að til dæmis menntamálum og margvíslegum félagslegum hlutum,“ sagði Tryggvi. Að neðan má sjá upptöku af fundinum, en Tryggvi tekur síðastur til máls, þegar tveir tímar og fimm mínútur eru liðnar. Oddviti Mýrdalshrepps andsnúinn, sveitarstjórinn fylgjandi Skiptar skoðanir hafa verið um sameiningu sveitarfélaganna og nýlega lýsti Einar Freyr Elínarsson, oddviti Mýrdalshrepps, því yfir að hann væri mótfallinn sameiningu. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sagðist hins vegar hlynnt sameiningu á fundinum í gær. Tryggvi sagði í ræðu sinni að verið sé að taka ákvarðanir um málefni einstaklinga og það skiptir máli að það sé staðið rétt að þeim hlutum. „Þá þarf að vera til staðar fagleg þekking og eining sem ræður við þessi verkefni. Þessi litlu sveitarfélög, ekki bara hér heldur líka víðsvegar út um land, þau ráða bara ekkert við þetta, fyrir utan nálægðina sem skapar ákveðna erfiðleika,“ sagði Tryggvi. Sameiningar og þreifingar Nokkuð hefur verið um sameiningar sveitarfélaga síðustu misserin. Ekki er langt síðan Fljótsdalshérað, Seyðisfjörður, Djúpavogshreppur og Borgarfjörður eystri sameinuðust í sveitarfélag sem hefur fengið nafnið Múlaþing. Þá samþykktu íbúar Skútustaðahrepps og Þíngeyjarsveitar sameiningu fyrr á árinu. Frá Vík í Mýrdal.Vísir/Jóhann K. Einnig má nefna að viðræður hafa staðir yfir um sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshreppur, sem og sameiningu Skagafjarðar og Akrahrepps. Í júní komu íbúar Skagabyggðar í veg fyrir sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu eftir að meirihluti íbúa felldu sameiningartillögu í íbúakosningu. Þar mátti ekki muna mörgum atkvæðum en 29 kusu gegn tillögunni en 24 með henni. Alls greiddu 53 íbúar Skagabyggðar atkvæði í kosningunni en aðeins 70 voru á kjörskrá í þessu fámenna sveitarfélagi. Tillagan sneri að sameiningu sveitarfélagsins við Blönduósbæ, Húnavatnshrepp og Sveitarfélagið Skagaströnd. Sveitarstjórnarmál Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Ásahreppur Skaftárhreppur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Tryggvi, sem hefur búið á bæ í Rangárþingi ytraí tvo áratugi, tók til máls á fundinum þar sem hann sagðist hafa, sem umboðsmaður Alþingis, haft eftirlit með málefnum sveitarfélaga og ríkisins. Nú sé hann hins vegar hættur því starfi og geti því leyft sér að lýsa skoðun sinni. Á fundinum var verið að ræða mögulega sameiningu sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps, en íbúar þar munu kjósa um mögulega sameiningu samhliða þingkosningunum 25. september. Tryggvi segir í samtali við Vísi ekki hafa lagt upp með að taka til máls á fundinum. Hann hafi hins vegar viljað nýta tækifærið og þakka fólkinu sem hefði unnið að málefninu fyrir vel unnin störf og hvetja íbúa í sveitarfélaginu til að hlusta á það í aðdraganda kosninganna. Tímaspursmál hvenær þetta verður skandall Í ræðu sinni gerði Tryggvi byggðasamlögin, sem hugsuð voru sem rekstrarutanumhald, að umtalsefni. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum er það er farið að fela þeim einstök framkvæmdar- og stjórnsýsluverkefni. En það er engin ábyrgð þar að baki og það er í raun tímaspursmál hvenær þetta verður einhver skandall. Þannig ég segi við ykkur. Takið nú mark á því sem þau eru að segja og breytið þessu. Það fer mikið betur á því að þetta sé í höndum sveitarfélaganna. Þannig það eru svo fjölmörg atriði sem fólk þarf að hafa í huga í þessum efnum. Til dæmis bara það að verkefni sveitarfélaganna hafa á síðustu árum alveg gjörbreyst. Þetta er ekki lengur spurning um einhver heimaverkefni; fjallskilin og einhver málefni innan sveitarfélagsins. Nú er búið að fela sveitarfélögunum að fara með stóran hluta þeirra verkefna sem áður voru í höndum ríkisins og lúta að til dæmis menntamálum og margvíslegum félagslegum hlutum,“ sagði Tryggvi. Að neðan má sjá upptöku af fundinum, en Tryggvi tekur síðastur til máls, þegar tveir tímar og fimm mínútur eru liðnar. Oddviti Mýrdalshrepps andsnúinn, sveitarstjórinn fylgjandi Skiptar skoðanir hafa verið um sameiningu sveitarfélaganna og nýlega lýsti Einar Freyr Elínarsson, oddviti Mýrdalshrepps, því yfir að hann væri mótfallinn sameiningu. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sagðist hins vegar hlynnt sameiningu á fundinum í gær. Tryggvi sagði í ræðu sinni að verið sé að taka ákvarðanir um málefni einstaklinga og það skiptir máli að það sé staðið rétt að þeim hlutum. „Þá þarf að vera til staðar fagleg þekking og eining sem ræður við þessi verkefni. Þessi litlu sveitarfélög, ekki bara hér heldur líka víðsvegar út um land, þau ráða bara ekkert við þetta, fyrir utan nálægðina sem skapar ákveðna erfiðleika,“ sagði Tryggvi. Sameiningar og þreifingar Nokkuð hefur verið um sameiningar sveitarfélaga síðustu misserin. Ekki er langt síðan Fljótsdalshérað, Seyðisfjörður, Djúpavogshreppur og Borgarfjörður eystri sameinuðust í sveitarfélag sem hefur fengið nafnið Múlaþing. Þá samþykktu íbúar Skútustaðahrepps og Þíngeyjarsveitar sameiningu fyrr á árinu. Frá Vík í Mýrdal.Vísir/Jóhann K. Einnig má nefna að viðræður hafa staðir yfir um sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshreppur, sem og sameiningu Skagafjarðar og Akrahrepps. Í júní komu íbúar Skagabyggðar í veg fyrir sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu eftir að meirihluti íbúa felldu sameiningartillögu í íbúakosningu. Þar mátti ekki muna mörgum atkvæðum en 29 kusu gegn tillögunni en 24 með henni. Alls greiddu 53 íbúar Skagabyggðar atkvæði í kosningunni en aðeins 70 voru á kjörskrá í þessu fámenna sveitarfélagi. Tillagan sneri að sameiningu sveitarfélagsins við Blönduósbæ, Húnavatnshrepp og Sveitarfélagið Skagaströnd.
Sveitarstjórnarmál Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Ásahreppur Skaftárhreppur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira