Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 0-4 | Tvö rauð spjöld í stórsigri FH Andri Már Eggertsson skrifar 13. september 2021 21:30 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö af fjórum mörkum FH í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH vann glæstan sigur á Stjörnunni. Góður fyrri hálfleikur lagði grunnin að 0-4 stórsigri. Aðeins tuttugu leikmenn enduðu inn á vellinum. Þeir Eggert Aron Guðmundsson og Gunnar Nielsen fengu báðir beint rautt spjald. Leikurinn fór rólega af stað. Það vakti athygli hve margir ungir leikmenn fengu tækifæri í byrjunarliðum liðanna. Enda hafa liðin engu að keppa. Það lá því beinast við að gefa ungum mönnum tækifæri í kvöld. Baldur Logi Guðlaugsson kom FH yfir á 19. mínútu með glæsibrag. Baldur Logi skoraði beint úr aukaspyrnu. Skot Baldurs fór í vinkilinn nær. Haraldur Björnsson kom engum vörnum við. FH var líflegri allan fyrri hálfleikinn. Það var því í takt við leikinn þegar Matthías Vilhjálmsson bætti við forystu FH. Jónatan Ingi lék þar á varnarmenn Stjörnunnar. Sendi boltann á Loga Hrafn Róbertsson, Haraldur varði skot Loga en Matthías Vilhjálmsson mætti fyrstur á boltann sem hann þrumaði í þaknetið. Leikur Stjörnunnar batnaði ekki á 40. mínútu þegar Eggert Aron Guðmundsson lét reka sig útaf. Guðmundur Kristjánsson var á fleygiferð með boltann. Eggert Aron fór þá beint aftan í hann. Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins, var í engum vafa og veifaði strax rauðu korti. Á 55. mínútu fékk Gunnar Nielsen að líta rauða spjaldið. Gunnar var í baráttu við Emil Atlason um boltann. Gunnar sparkaði þar í Emil og braut á honum sem hefði komist einn gegn marki. Eftir löng fundarhöld hjá dómurunum, var vítaspyrna og gult spjald, tekið til baka. Niðurstaðan aukaspyrna og rautt spjald. Atli Gunnar Guðmundsson kom í mark FH og kláraði leikinn. Eftir að liðin voru með jafn marga leikmenn inn á vellinum. Gerði Jónatan Ingi Jónsson þriðja mark FH. Matthías Vilhjálmsson átti þar góða skiptingu yfir á hægri kantinn þar sem Jónatan Ingi tók við boltanum, fór á vinstri fótinn og smellti boltanum í fjærhornið. Matthías Vilhjálmsson kórónaði síðan frábæran leik hjá sér með því að gera fjórða mark FH. Baldur Logi sendi þar boltann fyrir markið, Jónatan Ingi lét boltann fara í gegnum klofið á sér og eftirleikurinn auðveldur fyrir Matthías. FH komst því aftur á sigurbraut eftir 0-4 stórsigur á Stjörnunni. Af hverju vann FH Góður fyrri hálfleikur hjá FH gerði að mörgu leyti út um leikinn. Góð heildar frammistaða á báðum endum vallarins. FH hélt síðan áfram að sækja að marki Stjörnunnar í seinni hálfleik og létu rauða spjald Gunnars ekkert trufla sig. Hverjir stóðu upp úr? Matthías Vilhjálmsson var maður leiksins í kvöld. Matthías skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark. Frábær leikur hjá fyrirliðanum. Baldur Logi Guðlaugsson spilaði frábærlega í kvöld. Baldur Logi var síógnandi á vinstri kantinum. Baldur Logi gerði afar smekklegt mark. Þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Baldur Logi lagði einnig upp síðasta mark leiksins. Hvað gekk illa? Leikur Stjörnunnar var afar andlaus. Hilmar Árni Halldórsson setti tóninn strax í upphafi leiks þegar hann hitti ekki boltann, úr skotstöðu sem hann er vanur að þruma í vinkilinn. Frammistaða Hilmars batnaði ekki og átti hann heilt yfir slakan leik. Eggert Aron Guðmundsson, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Brot Eggerts var afar klaufalegt og mun sá ungi læra af þessum mistökum. Hvað gerist næst? Breiðablik er næsti andstæðingur FH. Liðin mætast á Kaplakrika-velli, næsta sunnudag klukkan 14:00. Á mánudaginn eftir viku fer Stjarnan í Kórinn þar sem þeir mæta HK. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson: Það eru spennandi tímar í Hafnafirðinum Ólafur Jóhannesson var léttur í leiks lokVísir/Bára Dröfn Ólafur Davíð Jóhannesson þjálfari FH var afar sáttur í leiks lok. „Leikurinn sem slíkur var góður af okkar hálfu. Við vorum tveimur mörkum yfir þegar þeir misstu mann af velli, sem hentaði okkur afar vel." Í seinni hálfleik missti FH síðan mann af velli. Gunnar Nielsen, markmaður FH, fékk beint rautt spjald. „Við fórum ekkert úr takti þegar Gunnar fékk rautt spjald. Við spiluðum bara heilt yfir góðan leik. Boltinn gekk vel og menn þorðu að spila sín á milli." Það voru margir ungir leikmenn sem fengu tækifæri í byrjunarliði FH í kvöld. „Þessir ungu leikmenn eru að fá að kynnast því að spila meistaraflokks bolta. Það eru spennandi tímar í Hafnafirðinum," sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan FH
FH vann glæstan sigur á Stjörnunni. Góður fyrri hálfleikur lagði grunnin að 0-4 stórsigri. Aðeins tuttugu leikmenn enduðu inn á vellinum. Þeir Eggert Aron Guðmundsson og Gunnar Nielsen fengu báðir beint rautt spjald. Leikurinn fór rólega af stað. Það vakti athygli hve margir ungir leikmenn fengu tækifæri í byrjunarliðum liðanna. Enda hafa liðin engu að keppa. Það lá því beinast við að gefa ungum mönnum tækifæri í kvöld. Baldur Logi Guðlaugsson kom FH yfir á 19. mínútu með glæsibrag. Baldur Logi skoraði beint úr aukaspyrnu. Skot Baldurs fór í vinkilinn nær. Haraldur Björnsson kom engum vörnum við. FH var líflegri allan fyrri hálfleikinn. Það var því í takt við leikinn þegar Matthías Vilhjálmsson bætti við forystu FH. Jónatan Ingi lék þar á varnarmenn Stjörnunnar. Sendi boltann á Loga Hrafn Róbertsson, Haraldur varði skot Loga en Matthías Vilhjálmsson mætti fyrstur á boltann sem hann þrumaði í þaknetið. Leikur Stjörnunnar batnaði ekki á 40. mínútu þegar Eggert Aron Guðmundsson lét reka sig útaf. Guðmundur Kristjánsson var á fleygiferð með boltann. Eggert Aron fór þá beint aftan í hann. Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins, var í engum vafa og veifaði strax rauðu korti. Á 55. mínútu fékk Gunnar Nielsen að líta rauða spjaldið. Gunnar var í baráttu við Emil Atlason um boltann. Gunnar sparkaði þar í Emil og braut á honum sem hefði komist einn gegn marki. Eftir löng fundarhöld hjá dómurunum, var vítaspyrna og gult spjald, tekið til baka. Niðurstaðan aukaspyrna og rautt spjald. Atli Gunnar Guðmundsson kom í mark FH og kláraði leikinn. Eftir að liðin voru með jafn marga leikmenn inn á vellinum. Gerði Jónatan Ingi Jónsson þriðja mark FH. Matthías Vilhjálmsson átti þar góða skiptingu yfir á hægri kantinn þar sem Jónatan Ingi tók við boltanum, fór á vinstri fótinn og smellti boltanum í fjærhornið. Matthías Vilhjálmsson kórónaði síðan frábæran leik hjá sér með því að gera fjórða mark FH. Baldur Logi sendi þar boltann fyrir markið, Jónatan Ingi lét boltann fara í gegnum klofið á sér og eftirleikurinn auðveldur fyrir Matthías. FH komst því aftur á sigurbraut eftir 0-4 stórsigur á Stjörnunni. Af hverju vann FH Góður fyrri hálfleikur hjá FH gerði að mörgu leyti út um leikinn. Góð heildar frammistaða á báðum endum vallarins. FH hélt síðan áfram að sækja að marki Stjörnunnar í seinni hálfleik og létu rauða spjald Gunnars ekkert trufla sig. Hverjir stóðu upp úr? Matthías Vilhjálmsson var maður leiksins í kvöld. Matthías skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark. Frábær leikur hjá fyrirliðanum. Baldur Logi Guðlaugsson spilaði frábærlega í kvöld. Baldur Logi var síógnandi á vinstri kantinum. Baldur Logi gerði afar smekklegt mark. Þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Baldur Logi lagði einnig upp síðasta mark leiksins. Hvað gekk illa? Leikur Stjörnunnar var afar andlaus. Hilmar Árni Halldórsson setti tóninn strax í upphafi leiks þegar hann hitti ekki boltann, úr skotstöðu sem hann er vanur að þruma í vinkilinn. Frammistaða Hilmars batnaði ekki og átti hann heilt yfir slakan leik. Eggert Aron Guðmundsson, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Brot Eggerts var afar klaufalegt og mun sá ungi læra af þessum mistökum. Hvað gerist næst? Breiðablik er næsti andstæðingur FH. Liðin mætast á Kaplakrika-velli, næsta sunnudag klukkan 14:00. Á mánudaginn eftir viku fer Stjarnan í Kórinn þar sem þeir mæta HK. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson: Það eru spennandi tímar í Hafnafirðinum Ólafur Jóhannesson var léttur í leiks lokVísir/Bára Dröfn Ólafur Davíð Jóhannesson þjálfari FH var afar sáttur í leiks lok. „Leikurinn sem slíkur var góður af okkar hálfu. Við vorum tveimur mörkum yfir þegar þeir misstu mann af velli, sem hentaði okkur afar vel." Í seinni hálfleik missti FH síðan mann af velli. Gunnar Nielsen, markmaður FH, fékk beint rautt spjald. „Við fórum ekkert úr takti þegar Gunnar fékk rautt spjald. Við spiluðum bara heilt yfir góðan leik. Boltinn gekk vel og menn þorðu að spila sín á milli." Það voru margir ungir leikmenn sem fengu tækifæri í byrjunarliði FH í kvöld. „Þessir ungu leikmenn eru að fá að kynnast því að spila meistaraflokks bolta. Það eru spennandi tímar í Hafnafirðinum," sagði Ólafur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti