Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Liðin hans séra Friðriks líklegust til afreka (1.-3. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2021 10:01 Haukar urðu deildarmeistarar á síðasta tímabili en Valur Íslandsmeistari. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum í dag, fimmtudaginn 16. september. Á mánudaginn fjölluðum við um botnbaráttuna,í fyrradag um liðin sem keppast um að komast í úrslitakeppnina,í gær liðin sem freista þess að ná heimavallarrétti og nú er komið að liðunum sem eru líklegust til að vinna Olís-deildina. Haukar höfðu mikla yfirburði í deildarkeppninni á síðasta tímabili en úrslitakeppnin var tími Vals sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í 23. sinn í sögu félagsins. Haukar og Valur verða áfram í og við toppinn og þá er Afturelding, sem hefur fengið góðan liðsstyrk í sumar, líkleg til afreka. En fyrirfram má ætla að kapphlaupið verði á milli félaganna hans séra Friðriks. Afturelding í 3. sæti: Allt til alls til að ná árangri Þorsteinn Leó Gunnarsson sló óvænt í gegn á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Síðasta tímabil var endasleppt hjá Aftureldingu. Mosfellingar byrjuðu reyndar mjög vel en gáfu svo hressilega eftir og enduðu í 8. sæti sem er versti árangur þeirra síðan þeir komu upp í Olís-deildina 2014. Haukar rústuðu Aftureldingu svo í átta liða úrslitunum. Eins og síðustu ár var meiðsladraugurinn á sveimi að Varmá. Birkir Benediktsson sleit hásin fyrir tímabilið, Sveinn Andri Sveinsson þurfti að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla, Arnór Freyr Stefánsson og Guðmundur Árni Ólafsson misstu mikið úr og svo mætti lengi telja. Ungir leikmenn eins og Þorsteinn Leó Gunnarsson og Blær Hinriksson fengu stór tækifæri á síðasta tímabili, gripu það með báðum höndum og eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Afturelding fékk góðan liðsstyrk í sumar. Þar munar mestu um Árna Braga Eyjólfsson, besta leikmann síðasta tímabils. Mosfellingar fengu einnig Hamza Kablouti, skyttu frá Túnis, og þrjá lánsmenn frá Haukum, þar á meðal leikstjórnandann bráðefnilega, Guðmund Braga Ástþórsson, sem lék með Aftureldingu hluta síðasta tímabils. Markvarslan er kannski helsti veikleikinn en Andri Sigmarsson Scheving er lofandi markvörður og fær núna loksins tækifæri til að vera númer eitt í Olís-deildinni. Langt er síðan Mosfellingar hafa verið með jafn öflugir á pappírnum og breiddin fyrir utan er svakaleg, sérstaklega þegar Birkir snýr aftur. Í raun er allt til alls í Mosfellsbænum til að berjast um titlana, sterkur leikmannahópur og frábær þjálfari. Eina ef-ið, og það er stórt, er heilsan á liðinu. En ef hún verður í ágætu lagi er engin ástæða til annars en að Afturelding geti farið langt. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti 2011-12: 7. sæti Blær Hinriksson lék stórvel seinni hluta síðasta tímabils og var valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 26,8 (6. sæti) Mörk fengin á sig - 27,4 (8. sæti) Hlutfallsvarsla - 27,5% (11. sæti) Skotnýting - 60,2% (7. sæti) Tapaðir boltar - 26,8 (5. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Árni Bragi Eyjólfsson frá KA Hamza Kablouti frá Ivry Andri Sigmarsson Scheving frá Haukum (á láni) Guðmundur Bragi Ástþórsson frá Haukum (á láni) Kristófer Máni Jónasson frá Haukum (á láni) Farnir: Arnór Freyr Stefánsson til Stjörnunnar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson til Fram Lykilmaðurinn Eftir þriggja ára fjarveru er Árni Bragi Eyjólfsson kominn aftur til Aftureldingar.vísir/bára Það er engin gífuryrði að segja að Árni Bragi Eyjólfsson hafi komið inn í Olís-deildina með trukki og dýfu á síðasta tímabili. Hann var bæði markakóngur deildarinnar og verðskuldað valinn besti leikmaður hennar á lokahófi HSÍ. Árni Bragi er nú mættur aftur í Mosfellsbæinn og tekur væntanlega upp þráðinn frá því sem frá var horfið í fyrra. Hann getur bæði spilað sem skytta og hornamaður og koma hans er meðal þess sem gerir Aftureldingu hvað líklegasta til að ógna Haukum og Val. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Aftureldingar. Klippa: Afturelding 3. sæti Haukar í 2. sæti: Orðnir langeygir eftir þeim stóra Haukar urðu deildarmeistarar með miklum yfirburðum á síðasta tímabili en fataðist flugið í úrslitakeppninni.vísir/hulda margrét Það er engu logið að Haukar hafi verið langbesta liðið í Olís-deildinni á síðasta tímabili. Haukar unnu nítján af 22 leikjum sínum og fengu níu stigum meira en næsta lið (FH). Þeir skoruðu flest mörk, fengu á sig fæst mörk, voru með bestu markvörsluna og bestu skotnýtinguna. En í úrslitakeppninni fór allt í steik. Haukar töpuðu seinni leiknum gegn Stjörnunni í undanúrslitunum og átti svo aldrei möguleika gegn Val í úrslitaeinvíginu. Haukar sátu því eftir með deildarmeistaratitilinn enn eitt árið en biðin eftir Íslandsmeistaratitlinum lengdist enn. Þeir hafa ekki unnið hann í fimm ár sem þykir langur tími þar á bæ. Litlar breytingar hafa orðið á Haukum frá síðasta tímabili. Þeir eru með nýtt markvarðapar en þeir Aron Rafn Eðvarðsson og Stefán Huldar Stefánsson komu í stað Björgvins Páls Gústavssonar og Andra Sigmarssonar Scheving. Orri Freyr Þorkelsson fór í atvinnumennsku en Haukar njóta núna krafta Stefáns Rafns Sigurmannssonar allt tímabilið. Þá lánuðu Haukar Guðmund Braga Ástþórsson til Aftureldingar sem er illskiljanleg ákvörðun þar sem hann er einmitt leikmaðurinn sem vantar í sóknarleik Hafnarfjarðarliðsins. Stefnan hjá Haukum er sú sama og alla þessa öld; að berjast um og vinna þá titla sem í boði eru. Eins og síðustu ár er meistarahráefnið til staðar en Haukar þurfa að hætta að bugast á úrslitastundu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2020-21: Deildarmeistari+úrslit 2019-20: 4. sæti 2018-19: Deildarmeistari+úrslit 2017-18: 5. sæti+undanúrslit 2016-17: 3. sæti+átta liða úrslit 2015-16: Deildarmeistari+Íslandmeistari 2014-15: 5. sæti+Íslandsmeistari 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+úrslit 2011-12: Deildarmeistari+undanúrslit+bikarmeistari Heimir Óli Heimisson er ein styrkasta stoð Haukaliðsins.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 30,5 (1. sæti) Mörk á sig - 24,0 (1. sæti) Hlutfallsvarsla - 35,3% (1. sæti) Skotnýting - 64,8% (1. sæti) Tapaðir boltar - 8,6 (2. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Aron Rafn Eðvarðsson frá Bietigheim) Stefán Huldar Stefánsson frá Gróttu (var á láni) Farnir: Björgvin Páll Gústavsson til Vals Orri Freyr Þorkelsson til Elverum Andri Sigmarsson Scheving til Aftureldingar (á láni) Guðmundur Bragi Ástþórsson til Aftureldingar (á láni) Kristófer Máni Jónasson til Aftureldingar (á láni) Lykilmaðurinn Eftir mörg ár í atvinnumennsku kom Stefán Rafn Sigurmannsson aftur til Hauka í fyrra.vísir/hulda margrét Eftir erfið meiðsli sneri Stefán Rafn Sigurmannsson aftur til Hauka á síðasta tímabili og byrjaði að spila með liðinu eftir áramót. Að öllu eðlilegu ætti Stefán Rafn ekki að spila í Olís-deildinni, hæfileikarnir og getan eru þess eðlis. Hann er frábær að klára færin sín og gríðarlega mikilvægur í varnarleik Hauka. Stefán Rafn verður án nokkurs vafa einn af bestu leikmönnum deildarinnar í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Hauka. Klippa: Haukar 2. sæti Valur í 1. sæti: Halda áfram að fljúga vængjum þöndum Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, lyftir Íslandsmeistarabikarnum.vísir/Hulda Margrét Síðasta tímabil hjá Val var æði sérstakt. Framan af tímabili voru Valsmenn afar brokkgengir og töpuðu sjö af fyrstu sextán leikjum sínum í Olís-deildinni. Snúningspunkturinn var neyðarlegt tap fyrir Þór fyrir norðan. Valur vann fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum, sló KA örugglega út í átta liða úrslitunum og slapp með skrekkinn gegn ÍBV í undanúrslitunum. Í úrslitunum gegn Haukum sýndu Valsmenn allar sínar bestu hliðar og spiluðu frábæran handbolta, þann langbesta síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu, og unnu átta marka samanlagðan sigur. Talandi um að toppa á réttum tíma. Besti leikmaður úrslitaeinvígisins, Anton Rúnarsson, er horfinn á braut sem og markverðirnir Martin Nagy og Einar Baldvin Baldvinsson. Nagy var ekkert sérstakur framan af en óx ásmegin eftir því sem á tímabilið leið og var mjög góður í úrslitakeppninni. Valur fékk engan aukvisa til að fylla skarð Nagys, sjálfan Björgvin Pál Gústavsson. Honum til halds og trausts verður japanski landsliðsmarkvörðurinn Motoki Sakai. Markvarslan hjá Val ætti að vera öllu stöðugri í vetur en í fyrra. Valsmenn eru þegar komnir lengra en önnur lið enda komnir áfram í Evrópudeildinni og litu stórvel út í bikarleiknum gegn FH-ingum. Valur ætti því ekki að hökta af stað eins og undanfarin tvö ár. Þótt Valur hafi ekki fengið neinn útileikmenn á liðið hinn bráðefnilega Tryggva Garðar Jónsson inni en hann gæti reynst svipað leynivopn og Einar Þorsteinn Ólafsson á síðasta tímabili. Valsmenn hafa ekki varið Íslandsmeistaratitil síðan 1996 en eru í kjörstöðu til að gera það í vetur. Þeir eru með frábæran mannskap, styrkar stoðir, færan þjálfara og rétta hugarfarið. Mikið þarf til að fella þá af stalli sínum. Gengi Vals undanfarinn áratug 2020-21: 3. sæti+Íslandsmeistari 2019-20: Deildarmeistari 2018-19: 3. sæti í deildinni+undanúrslit+bikarúrslit 2017-18 4. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 7. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2015-16: 2. sæti+undanúrslit+bikarmeistari 2014-15: Deildarmeistari+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 7. sæti 2011-12: 6. sæti Einar Þorsteinn Ólafsson sló í gegn á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 29,3 (3. sæti) Mörk á sig - 26,9 (5. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,8% (8. sæti) Skotnýting - 61,5% (2. sæti) Tapaðir boltar - 8,1 (1. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Björgvin Páll Gústavsson til Hauka Motoki Sakai frá Toyoda Gosei Blue Falcon Farnir: Anton Rúnarsson til Emsdetten Martin Nagy til Gummersbach Einar Baldvin Baldvinsson til Gróttu Lykilmaðurinn Björgvin Páll Gústavsson fór frá deildarmeisturunum til Íslandsmeistaranna.vísir/vilhelm Valsmenn voru aðeins með áttundu bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili. Hvað gerðu þeir? Sóttu Björgvin Pál Gústavsson, silfurdreng og mann sem hefur farið á um tuttugu stórmót. Markvarslan verður ekki til vandræða hjá Val á þessu tímabili og þá gefur Björgvin liðinu auka vídd í hraðaupphlaupunum en sendingar hans fram völlinn eiga eftir að skila ófáum mörkunum. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika Vals. Klippa: Valur 1. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Haukar Valur Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Vonir og væntingar um toppbaráttu (4.-6. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum á morgun, fimmtudaginn 16. september. 15. september 2021 10:01 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Eitt situr eftir með sárt ennið (7.-9. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 14. september 2021 10:02 Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Lífróðurinn róinn (10.-12. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 13. september 2021 10:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Á mánudaginn fjölluðum við um botnbaráttuna,í fyrradag um liðin sem keppast um að komast í úrslitakeppnina,í gær liðin sem freista þess að ná heimavallarrétti og nú er komið að liðunum sem eru líklegust til að vinna Olís-deildina. Haukar höfðu mikla yfirburði í deildarkeppninni á síðasta tímabili en úrslitakeppnin var tími Vals sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í 23. sinn í sögu félagsins. Haukar og Valur verða áfram í og við toppinn og þá er Afturelding, sem hefur fengið góðan liðsstyrk í sumar, líkleg til afreka. En fyrirfram má ætla að kapphlaupið verði á milli félaganna hans séra Friðriks. Afturelding í 3. sæti: Allt til alls til að ná árangri Þorsteinn Leó Gunnarsson sló óvænt í gegn á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Síðasta tímabil var endasleppt hjá Aftureldingu. Mosfellingar byrjuðu reyndar mjög vel en gáfu svo hressilega eftir og enduðu í 8. sæti sem er versti árangur þeirra síðan þeir komu upp í Olís-deildina 2014. Haukar rústuðu Aftureldingu svo í átta liða úrslitunum. Eins og síðustu ár var meiðsladraugurinn á sveimi að Varmá. Birkir Benediktsson sleit hásin fyrir tímabilið, Sveinn Andri Sveinsson þurfti að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla, Arnór Freyr Stefánsson og Guðmundur Árni Ólafsson misstu mikið úr og svo mætti lengi telja. Ungir leikmenn eins og Þorsteinn Leó Gunnarsson og Blær Hinriksson fengu stór tækifæri á síðasta tímabili, gripu það með báðum höndum og eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Afturelding fékk góðan liðsstyrk í sumar. Þar munar mestu um Árna Braga Eyjólfsson, besta leikmann síðasta tímabils. Mosfellingar fengu einnig Hamza Kablouti, skyttu frá Túnis, og þrjá lánsmenn frá Haukum, þar á meðal leikstjórnandann bráðefnilega, Guðmund Braga Ástþórsson, sem lék með Aftureldingu hluta síðasta tímabils. Markvarslan er kannski helsti veikleikinn en Andri Sigmarsson Scheving er lofandi markvörður og fær núna loksins tækifæri til að vera númer eitt í Olís-deildinni. Langt er síðan Mosfellingar hafa verið með jafn öflugir á pappírnum og breiddin fyrir utan er svakaleg, sérstaklega þegar Birkir snýr aftur. Í raun er allt til alls í Mosfellsbænum til að berjast um titlana, sterkur leikmannahópur og frábær þjálfari. Eina ef-ið, og það er stórt, er heilsan á liðinu. En ef hún verður í ágætu lagi er engin ástæða til annars en að Afturelding geti farið langt. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti 2011-12: 7. sæti Blær Hinriksson lék stórvel seinni hluta síðasta tímabils og var valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 26,8 (6. sæti) Mörk fengin á sig - 27,4 (8. sæti) Hlutfallsvarsla - 27,5% (11. sæti) Skotnýting - 60,2% (7. sæti) Tapaðir boltar - 26,8 (5. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Árni Bragi Eyjólfsson frá KA Hamza Kablouti frá Ivry Andri Sigmarsson Scheving frá Haukum (á láni) Guðmundur Bragi Ástþórsson frá Haukum (á láni) Kristófer Máni Jónasson frá Haukum (á láni) Farnir: Arnór Freyr Stefánsson til Stjörnunnar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson til Fram Lykilmaðurinn Eftir þriggja ára fjarveru er Árni Bragi Eyjólfsson kominn aftur til Aftureldingar.vísir/bára Það er engin gífuryrði að segja að Árni Bragi Eyjólfsson hafi komið inn í Olís-deildina með trukki og dýfu á síðasta tímabili. Hann var bæði markakóngur deildarinnar og verðskuldað valinn besti leikmaður hennar á lokahófi HSÍ. Árni Bragi er nú mættur aftur í Mosfellsbæinn og tekur væntanlega upp þráðinn frá því sem frá var horfið í fyrra. Hann getur bæði spilað sem skytta og hornamaður og koma hans er meðal þess sem gerir Aftureldingu hvað líklegasta til að ógna Haukum og Val. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Aftureldingar. Klippa: Afturelding 3. sæti Haukar í 2. sæti: Orðnir langeygir eftir þeim stóra Haukar urðu deildarmeistarar með miklum yfirburðum á síðasta tímabili en fataðist flugið í úrslitakeppninni.vísir/hulda margrét Það er engu logið að Haukar hafi verið langbesta liðið í Olís-deildinni á síðasta tímabili. Haukar unnu nítján af 22 leikjum sínum og fengu níu stigum meira en næsta lið (FH). Þeir skoruðu flest mörk, fengu á sig fæst mörk, voru með bestu markvörsluna og bestu skotnýtinguna. En í úrslitakeppninni fór allt í steik. Haukar töpuðu seinni leiknum gegn Stjörnunni í undanúrslitunum og átti svo aldrei möguleika gegn Val í úrslitaeinvíginu. Haukar sátu því eftir með deildarmeistaratitilinn enn eitt árið en biðin eftir Íslandsmeistaratitlinum lengdist enn. Þeir hafa ekki unnið hann í fimm ár sem þykir langur tími þar á bæ. Litlar breytingar hafa orðið á Haukum frá síðasta tímabili. Þeir eru með nýtt markvarðapar en þeir Aron Rafn Eðvarðsson og Stefán Huldar Stefánsson komu í stað Björgvins Páls Gústavssonar og Andra Sigmarssonar Scheving. Orri Freyr Þorkelsson fór í atvinnumennsku en Haukar njóta núna krafta Stefáns Rafns Sigurmannssonar allt tímabilið. Þá lánuðu Haukar Guðmund Braga Ástþórsson til Aftureldingar sem er illskiljanleg ákvörðun þar sem hann er einmitt leikmaðurinn sem vantar í sóknarleik Hafnarfjarðarliðsins. Stefnan hjá Haukum er sú sama og alla þessa öld; að berjast um og vinna þá titla sem í boði eru. Eins og síðustu ár er meistarahráefnið til staðar en Haukar þurfa að hætta að bugast á úrslitastundu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2020-21: Deildarmeistari+úrslit 2019-20: 4. sæti 2018-19: Deildarmeistari+úrslit 2017-18: 5. sæti+undanúrslit 2016-17: 3. sæti+átta liða úrslit 2015-16: Deildarmeistari+Íslandmeistari 2014-15: 5. sæti+Íslandsmeistari 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+úrslit 2011-12: Deildarmeistari+undanúrslit+bikarmeistari Heimir Óli Heimisson er ein styrkasta stoð Haukaliðsins.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 30,5 (1. sæti) Mörk á sig - 24,0 (1. sæti) Hlutfallsvarsla - 35,3% (1. sæti) Skotnýting - 64,8% (1. sæti) Tapaðir boltar - 8,6 (2. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Aron Rafn Eðvarðsson frá Bietigheim) Stefán Huldar Stefánsson frá Gróttu (var á láni) Farnir: Björgvin Páll Gústavsson til Vals Orri Freyr Þorkelsson til Elverum Andri Sigmarsson Scheving til Aftureldingar (á láni) Guðmundur Bragi Ástþórsson til Aftureldingar (á láni) Kristófer Máni Jónasson til Aftureldingar (á láni) Lykilmaðurinn Eftir mörg ár í atvinnumennsku kom Stefán Rafn Sigurmannsson aftur til Hauka í fyrra.vísir/hulda margrét Eftir erfið meiðsli sneri Stefán Rafn Sigurmannsson aftur til Hauka á síðasta tímabili og byrjaði að spila með liðinu eftir áramót. Að öllu eðlilegu ætti Stefán Rafn ekki að spila í Olís-deildinni, hæfileikarnir og getan eru þess eðlis. Hann er frábær að klára færin sín og gríðarlega mikilvægur í varnarleik Hauka. Stefán Rafn verður án nokkurs vafa einn af bestu leikmönnum deildarinnar í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Hauka. Klippa: Haukar 2. sæti Valur í 1. sæti: Halda áfram að fljúga vængjum þöndum Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, lyftir Íslandsmeistarabikarnum.vísir/Hulda Margrét Síðasta tímabil hjá Val var æði sérstakt. Framan af tímabili voru Valsmenn afar brokkgengir og töpuðu sjö af fyrstu sextán leikjum sínum í Olís-deildinni. Snúningspunkturinn var neyðarlegt tap fyrir Þór fyrir norðan. Valur vann fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum, sló KA örugglega út í átta liða úrslitunum og slapp með skrekkinn gegn ÍBV í undanúrslitunum. Í úrslitunum gegn Haukum sýndu Valsmenn allar sínar bestu hliðar og spiluðu frábæran handbolta, þann langbesta síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu, og unnu átta marka samanlagðan sigur. Talandi um að toppa á réttum tíma. Besti leikmaður úrslitaeinvígisins, Anton Rúnarsson, er horfinn á braut sem og markverðirnir Martin Nagy og Einar Baldvin Baldvinsson. Nagy var ekkert sérstakur framan af en óx ásmegin eftir því sem á tímabilið leið og var mjög góður í úrslitakeppninni. Valur fékk engan aukvisa til að fylla skarð Nagys, sjálfan Björgvin Pál Gústavsson. Honum til halds og trausts verður japanski landsliðsmarkvörðurinn Motoki Sakai. Markvarslan hjá Val ætti að vera öllu stöðugri í vetur en í fyrra. Valsmenn eru þegar komnir lengra en önnur lið enda komnir áfram í Evrópudeildinni og litu stórvel út í bikarleiknum gegn FH-ingum. Valur ætti því ekki að hökta af stað eins og undanfarin tvö ár. Þótt Valur hafi ekki fengið neinn útileikmenn á liðið hinn bráðefnilega Tryggva Garðar Jónsson inni en hann gæti reynst svipað leynivopn og Einar Þorsteinn Ólafsson á síðasta tímabili. Valsmenn hafa ekki varið Íslandsmeistaratitil síðan 1996 en eru í kjörstöðu til að gera það í vetur. Þeir eru með frábæran mannskap, styrkar stoðir, færan þjálfara og rétta hugarfarið. Mikið þarf til að fella þá af stalli sínum. Gengi Vals undanfarinn áratug 2020-21: 3. sæti+Íslandsmeistari 2019-20: Deildarmeistari 2018-19: 3. sæti í deildinni+undanúrslit+bikarúrslit 2017-18 4. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 7. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2015-16: 2. sæti+undanúrslit+bikarmeistari 2014-15: Deildarmeistari+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 7. sæti 2011-12: 6. sæti Einar Þorsteinn Ólafsson sló í gegn á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 29,3 (3. sæti) Mörk á sig - 26,9 (5. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,8% (8. sæti) Skotnýting - 61,5% (2. sæti) Tapaðir boltar - 8,1 (1. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Björgvin Páll Gústavsson til Hauka Motoki Sakai frá Toyoda Gosei Blue Falcon Farnir: Anton Rúnarsson til Emsdetten Martin Nagy til Gummersbach Einar Baldvin Baldvinsson til Gróttu Lykilmaðurinn Björgvin Páll Gústavsson fór frá deildarmeisturunum til Íslandsmeistaranna.vísir/vilhelm Valsmenn voru aðeins með áttundu bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili. Hvað gerðu þeir? Sóttu Björgvin Pál Gústavsson, silfurdreng og mann sem hefur farið á um tuttugu stórmót. Markvarslan verður ekki til vandræða hjá Val á þessu tímabili og þá gefur Björgvin liðinu auka vídd í hraðaupphlaupunum en sendingar hans fram völlinn eiga eftir að skila ófáum mörkunum. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika Vals. Klippa: Valur 1. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti 2011-12: 7. sæti
Mörk skoruð - 26,8 (6. sæti) Mörk fengin á sig - 27,4 (8. sæti) Hlutfallsvarsla - 27,5% (11. sæti) Skotnýting - 60,2% (7. sæti) Tapaðir boltar - 26,8 (5. sæti)
Komnir: Árni Bragi Eyjólfsson frá KA Hamza Kablouti frá Ivry Andri Sigmarsson Scheving frá Haukum (á láni) Guðmundur Bragi Ástþórsson frá Haukum (á láni) Kristófer Máni Jónasson frá Haukum (á láni) Farnir: Arnór Freyr Stefánsson til Stjörnunnar Þorsteinn Gauti Hjálmarsson til Fram
2020-21: Deildarmeistari+úrslit 2019-20: 4. sæti 2018-19: Deildarmeistari+úrslit 2017-18: 5. sæti+undanúrslit 2016-17: 3. sæti+átta liða úrslit 2015-16: Deildarmeistari+Íslandmeistari 2014-15: 5. sæti+Íslandsmeistari 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+úrslit 2011-12: Deildarmeistari+undanúrslit+bikarmeistari
Mörk skoruð - 30,5 (1. sæti) Mörk á sig - 24,0 (1. sæti) Hlutfallsvarsla - 35,3% (1. sæti) Skotnýting - 64,8% (1. sæti) Tapaðir boltar - 8,6 (2. sæti)
Komnir: Aron Rafn Eðvarðsson frá Bietigheim) Stefán Huldar Stefánsson frá Gróttu (var á láni) Farnir: Björgvin Páll Gústavsson til Vals Orri Freyr Þorkelsson til Elverum Andri Sigmarsson Scheving til Aftureldingar (á láni) Guðmundur Bragi Ástþórsson til Aftureldingar (á láni) Kristófer Máni Jónasson til Aftureldingar (á láni)
2020-21: 3. sæti+Íslandsmeistari 2019-20: Deildarmeistari 2018-19: 3. sæti í deildinni+undanúrslit+bikarúrslit 2017-18 4. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 7. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2015-16: 2. sæti+undanúrslit+bikarmeistari 2014-15: Deildarmeistari+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 7. sæti 2011-12: 6. sæti
Mörk skoruð - 29,3 (3. sæti) Mörk á sig - 26,9 (5. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,8% (8. sæti) Skotnýting - 61,5% (2. sæti) Tapaðir boltar - 8,1 (1. sæti)
Komnir: Björgvin Páll Gústavsson til Hauka Motoki Sakai frá Toyoda Gosei Blue Falcon Farnir: Anton Rúnarsson til Emsdetten Martin Nagy til Gummersbach Einar Baldvin Baldvinsson til Gróttu
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Valur Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Vonir og væntingar um toppbaráttu (4.-6. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum á morgun, fimmtudaginn 16. september. 15. september 2021 10:01 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Eitt situr eftir með sárt ennið (7.-9. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 14. september 2021 10:02 Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Lífróðurinn róinn (10.-12. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 13. september 2021 10:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Vonir og væntingar um toppbaráttu (4.-6. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum á morgun, fimmtudaginn 16. september. 15. september 2021 10:01
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Eitt situr eftir með sárt ennið (7.-9. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 14. september 2021 10:02
Spáin fyrir Olís-deild karla 2021-22: Lífróðurinn róinn (10.-12. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. 13. september 2021 10:00