Kennir „hræðilegri skammsýni“ bæjaryfirvalda um vanda Blika Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2021 15:30 Breiðablik sló út króatíska liðið Osijek og kom sér þannig í nýja riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í haust. vísir/Hulda Margrét „Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA.“ Þetta segir Pétur Hrafn Sigurðsson í grein þar sem hann gagnrýnir bæjaryfirvöld í Kópavogi vegna aðstöðuleysis meistaraflokka Breiðabliks í Evrópukeppnum í fótbolta. Bæði karla- og kvennalið Breiðabliks hafa komist svo langt í Evrópukeppnum í ár að flóðlýsingin á Kópavogsvelli telst ekki nægjanlega góð fyrir leiki á svo háu stigi. Flóðljós vallarins, sem sett voru upp árið 2019, eru 500 lúx en kröfur UEFA í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna kalla á að lýsingin sé 800 lúx. Karlalið Blika varð að mæta Aberdeen frá Skotlandi á Laugardalsvelli í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, því þar er gerð krafa um að lýsingin sé að minnsta kosti 1.200 lúx. Laugardalsvöllur er eini völlur landsins með meira en 500 lúx lýsingu og ef að Blikakonur fá ekki einhverja sérstaka undanþágu frá UEFA þurfa þær að mæta PSG, Real Madrid og Kharkiv á þeim velli. Laugardalsvöllur er hins vegar grasvöllur, öfugt við Kópavogsvöll, og alls kostar óvíst að hægt verði að spila þar í nóvember og desember. Vandamál Blikakvenna væri ekki til staðar ef Kópavogsbær hefði ákveðið að fjárfesta í lýsingu upp á 800 lúx eins og Pétur Hrafn, sem er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, lagði til. Í grein sinni á Vísi skrifar hann meðal annars: „Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. „Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux.“ Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.““ „Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna“ Pétur Hrafn segir bæjarráð Kópavogs hafa sparað sér aurinn en hent krónunni, og bendir á að tugir milljóna hafi verið í húfi fyrir karlalið Breiðablik í einvíginu við Aberdeen, sem og hjá kvennaliðinu sem fær til að mynda 7,5 milljónir (50.000 evrur) fyrir hvern sigur í riðlakeppninni og tryggði sér 75 milljónir króna (500.000 evrur) fyrir að komast í riðlakeppnina. „Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli,“ segir Pétur. Grein Péturs má lesa í heild sinni með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir „Þið takið þær hundrað prósent“ Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu. 13. september 2021 12:05 Breiðablik í riðli með PSG og Real Madrid Breiðablik er í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. 13. september 2021 11:25 Breiðablik og heimavöllurinn Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. 13. september 2021 10:31 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
Bæði karla- og kvennalið Breiðabliks hafa komist svo langt í Evrópukeppnum í ár að flóðlýsingin á Kópavogsvelli telst ekki nægjanlega góð fyrir leiki á svo háu stigi. Flóðljós vallarins, sem sett voru upp árið 2019, eru 500 lúx en kröfur UEFA í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna kalla á að lýsingin sé 800 lúx. Karlalið Blika varð að mæta Aberdeen frá Skotlandi á Laugardalsvelli í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, því þar er gerð krafa um að lýsingin sé að minnsta kosti 1.200 lúx. Laugardalsvöllur er eini völlur landsins með meira en 500 lúx lýsingu og ef að Blikakonur fá ekki einhverja sérstaka undanþágu frá UEFA þurfa þær að mæta PSG, Real Madrid og Kharkiv á þeim velli. Laugardalsvöllur er hins vegar grasvöllur, öfugt við Kópavogsvöll, og alls kostar óvíst að hægt verði að spila þar í nóvember og desember. Vandamál Blikakvenna væri ekki til staðar ef Kópavogsbær hefði ákveðið að fjárfesta í lýsingu upp á 800 lúx eins og Pétur Hrafn, sem er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, lagði til. Í grein sinni á Vísi skrifar hann meðal annars: „Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. „Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux.“ Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.““ „Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna“ Pétur Hrafn segir bæjarráð Kópavogs hafa sparað sér aurinn en hent krónunni, og bendir á að tugir milljóna hafi verið í húfi fyrir karlalið Breiðablik í einvíginu við Aberdeen, sem og hjá kvennaliðinu sem fær til að mynda 7,5 milljónir (50.000 evrur) fyrir hvern sigur í riðlakeppninni og tryggði sér 75 milljónir króna (500.000 evrur) fyrir að komast í riðlakeppnina. „Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli,“ segir Pétur. Grein Péturs má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir „Þið takið þær hundrað prósent“ Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu. 13. september 2021 12:05 Breiðablik í riðli með PSG og Real Madrid Breiðablik er í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. 13. september 2021 11:25 Breiðablik og heimavöllurinn Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. 13. september 2021 10:31 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
„Þið takið þær hundrað prósent“ Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu. 13. september 2021 12:05
Breiðablik í riðli með PSG og Real Madrid Breiðablik er í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. 13. september 2021 11:25
Breiðablik og heimavöllurinn Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. 13. september 2021 10:31