Helmingslíkur á að skilaboðin frá þér séu misskilin Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. október 2021 07:00 Í rafrænum heimi hefur það aukist að fólk misskilur skilaboð tölvupósta, SMS eða í gegnum samfélagsmiðla í samanburði við það þegar samskiptin voru ekki eins rafræn og/eða handskrifuð bréf send á milli fólks. Vísir/Getty Niðurstöður rannsóknar sem birt var um árið í Journal of Personality and Social Psychology sýna að um 80% okkar telja að skilaboð sem við sendum séu rétt túlkuð. Þetta er mikill misskilningur því hið rétta er að um 50% fólks sem við sendum tölvupósta, SMS eða önnur skilaboð, eru ekki að skilja skilaboðin frá okkur eins og við teljum. Já fólk er einfaldlega að misskilja skilaboðin frá okkur og mjög langt frá því að upplifa þau á sama hátt og við trúum sjálf. Í þessu er svo sem hægt að benda á nokkur einföld ráð til að draga úr líkum á misskilningi. Til dæmis að skrifa ekki í HÁSTÖFUM. Sleppa eða nota af varkárni upphrópunarmerkið!!! Reyna EKKI að vera fyndin. Og sýna alltaf kurteisi. Það er reyndar auðvelt fyrir okkur að máta okkur við það hvernig við upplifum skilaboð. Sem dæmi má nefna hversu ólíka upplifun eftirfarandi ávarp í upphafi tölvupósts gefur: Sæl Rakel Sælar mín kæra Sæl Hæ Hæ Rakel Hæ hæ Hæ! Sumir kjósa reyndar að vera alltaf á formlegum nótum, sbr. Sæl Rakel. Það á sérstaklega við þá sem eldri eru. Stundum eiga líka formlegheitin betur við, til dæmis vegna vinnu, stöðu okkar, innihald skilaboðanna eða þegar að við tölum við viðskiptavini. Eitt af því sem þó hefur riðlað nokkuð formlegheitunum í rafrænum samskiptum er notkun tjámerkja (e. emjoi). Rannsóknir hafa sýnt að það er aðallega fólk sem er 45 ára og eldri sem finnst þau ekki við hæfi. Ungt fólk metur hins vegar kostina mjög og notar tjámerki í miklum mæli. Í grein Entrepreneur Europe eru fjögur atriði nefnd sérstaklega til rökstuðnings um það hvers vegna notkun tjámerkja í skilaboðum er mjög jákvætt: 1. Í dag þekkja allir tjámerki Við þekkjum þau betur, kunnum betur að túlka þau og erum með fleiri valmöguleika en var í fyrstu. Tjámerkin eru alþjóðleg og þau notuð af um 13 milljón manns daglega samkvæmt Wall Street Journal. 2. Tjámerkin sporna við misskilning Niðurstöður rannsókna gefa vísbendingar um að tjámerkin séu að hjálpa okkur við að upplifa skilaboð á réttan hátt. Sem dæmi má nefna stuttu skilaboðin: Ok. Mikill munur er á því hvernig við upplifum: Ok Ok 😊 Ok! 😊 OK 3. Hafa góð áhrif á sambönd Niðurstöður rannsókna sýna að 81% þeirra sem nota tjámerki telja fólk vinalegra ef það notar tjámerki í skilaboðum. Þá segjast 94% þeirra sem nota tjámerki að tjámerkin hjálpi þeim við samskipti; liðki fyrir þeim og geri þau jákvæðari. 78% þeirra sem nota tjámerki telja meiri líkur á að viðtakendur upplifi þá á jákvæðan hátt, 63% telja að viðtakendur treysti þeim betur og 74% telja að viðtakendur upplifi skilaboðin frá þeim sem jákvæð skilaboð eða jákvæðar fréttir. 4. Tjámerkin minnka kynslóðabilin Fólk sem er 45 ára og eldri, upplifir tjámerkin á mun neikvæðari hátt en yngra fólk. Sem dæmi má nefna að niðurstöður rannsókna sýna að aðeins 15% fólks sem er 45 ára og eldri telja tjámerkin bæta samskipti á vinnustað, 29% þeirra telja tjámerkin virka ófaglega þegar notuð í starfi og 22% lætur tjámerkin fara í taugarnar á sér eða telur notendur þeirra hvorki einlæg né nógu kappsamt fólk. Allt ofangreint er þveröfugt við það hvernig yngra fólk upplifir notkun tjámerkja. Þar hafa rannsóknir sýnt að aðeins 17% ungs fólks telja notkun tjámerkja ófagleg þegar notuð í starfi. Takk fyrir lesturinn 😊 Góðu ráðin Tengdar fréttir Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Að forðast mistök í tölvupóstum, líka Gmail Fyndni á sjaldnast við í tölvupóstum og framsetning þeirra á að vera auðveld lesning fyrir móttakandann. Einkamál eiga að vera send úr sérnetfangi og aðskilin póstfangi vinnuveitanda. 11. ágúst 2020 09:00 Að brosa til viðskiptavina Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella. 2. júlí 2020 10:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Já fólk er einfaldlega að misskilja skilaboðin frá okkur og mjög langt frá því að upplifa þau á sama hátt og við trúum sjálf. Í þessu er svo sem hægt að benda á nokkur einföld ráð til að draga úr líkum á misskilningi. Til dæmis að skrifa ekki í HÁSTÖFUM. Sleppa eða nota af varkárni upphrópunarmerkið!!! Reyna EKKI að vera fyndin. Og sýna alltaf kurteisi. Það er reyndar auðvelt fyrir okkur að máta okkur við það hvernig við upplifum skilaboð. Sem dæmi má nefna hversu ólíka upplifun eftirfarandi ávarp í upphafi tölvupósts gefur: Sæl Rakel Sælar mín kæra Sæl Hæ Hæ Rakel Hæ hæ Hæ! Sumir kjósa reyndar að vera alltaf á formlegum nótum, sbr. Sæl Rakel. Það á sérstaklega við þá sem eldri eru. Stundum eiga líka formlegheitin betur við, til dæmis vegna vinnu, stöðu okkar, innihald skilaboðanna eða þegar að við tölum við viðskiptavini. Eitt af því sem þó hefur riðlað nokkuð formlegheitunum í rafrænum samskiptum er notkun tjámerkja (e. emjoi). Rannsóknir hafa sýnt að það er aðallega fólk sem er 45 ára og eldri sem finnst þau ekki við hæfi. Ungt fólk metur hins vegar kostina mjög og notar tjámerki í miklum mæli. Í grein Entrepreneur Europe eru fjögur atriði nefnd sérstaklega til rökstuðnings um það hvers vegna notkun tjámerkja í skilaboðum er mjög jákvætt: 1. Í dag þekkja allir tjámerki Við þekkjum þau betur, kunnum betur að túlka þau og erum með fleiri valmöguleika en var í fyrstu. Tjámerkin eru alþjóðleg og þau notuð af um 13 milljón manns daglega samkvæmt Wall Street Journal. 2. Tjámerkin sporna við misskilning Niðurstöður rannsókna gefa vísbendingar um að tjámerkin séu að hjálpa okkur við að upplifa skilaboð á réttan hátt. Sem dæmi má nefna stuttu skilaboðin: Ok. Mikill munur er á því hvernig við upplifum: Ok Ok 😊 Ok! 😊 OK 3. Hafa góð áhrif á sambönd Niðurstöður rannsókna sýna að 81% þeirra sem nota tjámerki telja fólk vinalegra ef það notar tjámerki í skilaboðum. Þá segjast 94% þeirra sem nota tjámerki að tjámerkin hjálpi þeim við samskipti; liðki fyrir þeim og geri þau jákvæðari. 78% þeirra sem nota tjámerki telja meiri líkur á að viðtakendur upplifi þá á jákvæðan hátt, 63% telja að viðtakendur treysti þeim betur og 74% telja að viðtakendur upplifi skilaboðin frá þeim sem jákvæð skilaboð eða jákvæðar fréttir. 4. Tjámerkin minnka kynslóðabilin Fólk sem er 45 ára og eldri, upplifir tjámerkin á mun neikvæðari hátt en yngra fólk. Sem dæmi má nefna að niðurstöður rannsókna sýna að aðeins 15% fólks sem er 45 ára og eldri telja tjámerkin bæta samskipti á vinnustað, 29% þeirra telja tjámerkin virka ófaglega þegar notuð í starfi og 22% lætur tjámerkin fara í taugarnar á sér eða telur notendur þeirra hvorki einlæg né nógu kappsamt fólk. Allt ofangreint er þveröfugt við það hvernig yngra fólk upplifir notkun tjámerkja. Þar hafa rannsóknir sýnt að aðeins 17% ungs fólks telja notkun tjámerkja ófagleg þegar notuð í starfi. Takk fyrir lesturinn 😊
Góðu ráðin Tengdar fréttir Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Að forðast mistök í tölvupóstum, líka Gmail Fyndni á sjaldnast við í tölvupóstum og framsetning þeirra á að vera auðveld lesning fyrir móttakandann. Einkamál eiga að vera send úr sérnetfangi og aðskilin póstfangi vinnuveitanda. 11. ágúst 2020 09:00 Að brosa til viðskiptavina Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella. 2. júlí 2020 10:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49
Að forðast mistök í tölvupóstum, líka Gmail Fyndni á sjaldnast við í tölvupóstum og framsetning þeirra á að vera auðveld lesning fyrir móttakandann. Einkamál eiga að vera send úr sérnetfangi og aðskilin póstfangi vinnuveitanda. 11. ágúst 2020 09:00
Að brosa til viðskiptavina Það er ekki bara jákvætt fyrir viðskiptavini að brosa í vinnunni heldur eykur brosið líka okkar eigin vellíðan og hefur oftar en ekki áhrif á það að okkur gengur betur í vinnunni en ella. 2. júlí 2020 10:00