MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2021 23:31 Dómari í málinu skoðar hluta af vélinni sem settur var saman vegna rannsóknar á því hvað gerðist þegar MH17 var skotin niður. Vitaly Chugin/TASS Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu.
MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57
MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23