Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 20:31 Blikakonur eru í góðum félagsskap. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. Eftir sigur Blikakvenna í kvöld lá fyrir að liðið færi annað hvort í annan eða þriðja styrkleikaflokk. Það valt á úrslitum í leik Twente og Benfica hvort yrði, en Twente er hærra skrifað en Breiðablik samkvæmt styrkleikalista UEFA en Benfica töluvert lægra. Cloé Lacasse, fyrrum framherji ÍBV, skoraði þrennu í 4-0 sigri Benfica og því ljóst að Breiðablik færi í annan styrkleikaflokk. Breiðablik er lægst skrifaða liðið þar með 17.000 styrkleikastig, 0.900 meira en Svíþjóðarmeistarar Häcken sem eru efstir í þriðja styrkleikaflokki. Engin smálið deila öðrum styrkleikaflokknum með Breiðabliki. Sjöfaldir Evrópumeistarar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem unnu keppnina fimm ár í röð frá 2016 til 2020 væru undir eðlilegum kringumstæðum í efsta flokki en þar sem Paris Saint-Germain vann frönsku deildina í fyrra er Lyon í flokki fyrir neðan. Wolfsburg, fyrrum lið Söru Bjarkar, væri einnig í efsta styrkleikaflokki ef litið er til styrkleikaröðunar UEFA en hlutu silfur í Þýskalandi, á eftir Bayern Munchen, og eru því einnig í öðrum styrkleikaflokki í ár. Þá er Arsenal frá Englandi einnig í þeim flokki og því ljóst að Breiðablik mætir engu þeirra liða í riðlakeppninni. Dregið verður í riðlakeppnina mánudaginn næst komandi, 13. september og spennandi verður að sjá hvað kemur upp úr hattinum. Keppni í riðlakeppnini hefst í október. Að neðan má sjá styrkleikaröðunina fyrir riðlakeppnina sem fram undan er. Styrkleikaflokkur 1 Barcelona (Spánn) - 104.800 stig Paris Saint-Germain (Frakkland) - 85.400 stig Bayern Munchen (Þýskaland) - 84.100 stig Chelsea (England) - 70.700 stig Styrkleikaflokkur 2 Lyon (Frakkland) - 124.400 stig Wolfsburg (Þýskaland) 97.100 stig Arsenal (England) - 27.700 stig Breiðablik (Ísland) - 17.000 stig Styrkleikaflokkur 3 Häcken (Svíþjóð) - 16.100 stig Juventus (Ítalía) - 15.200 stig Hoffenheim (Þýskaland) -15.100 stig Real Madrid (Spánn) - 12.800 stig Styrkleikaflokkur 4 Z. Kharkiv (Úkraína) - 9.100 stig Servette (Sviss) - 7.600 stig Köge (Danmörk) - 6.900 stig Benfica (Portúgal) - 5.600 stig Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
Eftir sigur Blikakvenna í kvöld lá fyrir að liðið færi annað hvort í annan eða þriðja styrkleikaflokk. Það valt á úrslitum í leik Twente og Benfica hvort yrði, en Twente er hærra skrifað en Breiðablik samkvæmt styrkleikalista UEFA en Benfica töluvert lægra. Cloé Lacasse, fyrrum framherji ÍBV, skoraði þrennu í 4-0 sigri Benfica og því ljóst að Breiðablik færi í annan styrkleikaflokk. Breiðablik er lægst skrifaða liðið þar með 17.000 styrkleikastig, 0.900 meira en Svíþjóðarmeistarar Häcken sem eru efstir í þriðja styrkleikaflokki. Engin smálið deila öðrum styrkleikaflokknum með Breiðabliki. Sjöfaldir Evrópumeistarar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem unnu keppnina fimm ár í röð frá 2016 til 2020 væru undir eðlilegum kringumstæðum í efsta flokki en þar sem Paris Saint-Germain vann frönsku deildina í fyrra er Lyon í flokki fyrir neðan. Wolfsburg, fyrrum lið Söru Bjarkar, væri einnig í efsta styrkleikaflokki ef litið er til styrkleikaröðunar UEFA en hlutu silfur í Þýskalandi, á eftir Bayern Munchen, og eru því einnig í öðrum styrkleikaflokki í ár. Þá er Arsenal frá Englandi einnig í þeim flokki og því ljóst að Breiðablik mætir engu þeirra liða í riðlakeppninni. Dregið verður í riðlakeppnina mánudaginn næst komandi, 13. september og spennandi verður að sjá hvað kemur upp úr hattinum. Keppni í riðlakeppnini hefst í október. Að neðan má sjá styrkleikaröðunina fyrir riðlakeppnina sem fram undan er. Styrkleikaflokkur 1 Barcelona (Spánn) - 104.800 stig Paris Saint-Germain (Frakkland) - 85.400 stig Bayern Munchen (Þýskaland) - 84.100 stig Chelsea (England) - 70.700 stig Styrkleikaflokkur 2 Lyon (Frakkland) - 124.400 stig Wolfsburg (Þýskaland) 97.100 stig Arsenal (England) - 27.700 stig Breiðablik (Ísland) - 17.000 stig Styrkleikaflokkur 3 Häcken (Svíþjóð) - 16.100 stig Juventus (Ítalía) - 15.200 stig Hoffenheim (Þýskaland) -15.100 stig Real Madrid (Spánn) - 12.800 stig Styrkleikaflokkur 4 Z. Kharkiv (Úkraína) - 9.100 stig Servette (Sviss) - 7.600 stig Köge (Danmörk) - 6.900 stig Benfica (Portúgal) - 5.600 stig
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00
Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53