Sjómaður lagði Sjóvá vegna spriklandi stórþorsks sem skar hann á þumal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2021 18:25 Sjómaðurinn starfaði fyrir Brim er slysið varð. Vísir/Vilhelm. Tryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða sjómanni 5,1 milljón vegna slyss sem varð um borð í togara útgerðarfélagsins Brims árið 2018, þegar sjómaðurinn skarst illa á hendi þegar stórþorskur sem hann var að gera að, spriklaði í höndum hans með þeim afleiðingum að sjómaðurinn skarst illa á hendi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira