Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2021 10:01 Veðurstofan segir áfram vera reiknað með að hlaupið komi til með að ná hámarki við þjóðveg 1 á morgun. Vísir/RAX Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að vatnshæðamælir við Sveinstind sýni nú um 1.400 rúmmetrar á sekúndu þegar tekið sé tillit til þess að talsvert af hlaupvatni sé farið að flæða framhjá mælinum líkt og í fyrri hlaupum. „Mikið hefur hægt á vextinum frá því kl. 23 í gær. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og 2018. Hámarksrennsli hlaupsins 2018 var rúmir 2.000m3/sek.“ Nær hámarki við þjóðveginn á morgun Veðurstofan segir áfram vera reiknað með að hlaupið komi til með að ná hámarki við þjóðveg 1 á morgun. „Gera má ráð fyrir því að útbreiðsla hlaupsins komi til með að vaxa í byggð í sólarhring eða meira, eftir að hámarkrennsli er náð við Eldvatn. Íssjármælingar Jarðvísindastofnunar gefa til kynna að vatnsmagn hlaupsins úr eystri katlinum verði meira en 2018, því geta áhrif hlaupsins í byggð orðið svipuð og 2018, þrátt fyrir að hámarksrennsli nú verði mögulega minna. Við þetta bætist að hlaupið úr vestari katlinum og úrkoma að undanförnu gerir það að verkum að flóðasvæðið er mettað af vatni sem mun líklega auka útbreiðslu hlaupsins. Hlaupið óx nokkuð hratt í fyrstu og var vöxturinn við Sveinstind fyrstu 12 tímana mun hraðari en áður hefur sést. Þessi hraði vöxtur í gær gaf tilefni til þess að hafa áhyggjur af því hversu stórt hlaupið yrði. Líklegasta skýringin á hröðum vexti er sú að hlaupið úr eystri katlinum kemur í kjölfar hlaups úr þeim vestari. Vatnið á því greiðari leið undir jöklinum. Við þetta bætist að hlaupið ýtir vatni sem fyrir er í farveginum úr vestari katlinum á undan sér,“ segir á vef Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að vatnshæðamælir við Sveinstind sýni nú um 1.400 rúmmetrar á sekúndu þegar tekið sé tillit til þess að talsvert af hlaupvatni sé farið að flæða framhjá mælinum líkt og í fyrri hlaupum. „Mikið hefur hægt á vextinum frá því kl. 23 í gær. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og 2018. Hámarksrennsli hlaupsins 2018 var rúmir 2.000m3/sek.“ Nær hámarki við þjóðveginn á morgun Veðurstofan segir áfram vera reiknað með að hlaupið komi til með að ná hámarki við þjóðveg 1 á morgun. „Gera má ráð fyrir því að útbreiðsla hlaupsins komi til með að vaxa í byggð í sólarhring eða meira, eftir að hámarkrennsli er náð við Eldvatn. Íssjármælingar Jarðvísindastofnunar gefa til kynna að vatnsmagn hlaupsins úr eystri katlinum verði meira en 2018, því geta áhrif hlaupsins í byggð orðið svipuð og 2018, þrátt fyrir að hámarksrennsli nú verði mögulega minna. Við þetta bætist að hlaupið úr vestari katlinum og úrkoma að undanförnu gerir það að verkum að flóðasvæðið er mettað af vatni sem mun líklega auka útbreiðslu hlaupsins. Hlaupið óx nokkuð hratt í fyrstu og var vöxturinn við Sveinstind fyrstu 12 tímana mun hraðari en áður hefur sést. Þessi hraði vöxtur í gær gaf tilefni til þess að hafa áhyggjur af því hversu stórt hlaupið yrði. Líklegasta skýringin á hröðum vexti er sú að hlaupið úr eystri katlinum kemur í kjölfar hlaups úr þeim vestari. Vatnið á því greiðari leið undir jöklinum. Við þetta bætist að hlaupið ýtir vatni sem fyrir er í farveginum úr vestari katlinum á undan sér,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira