Aukaþing KSÍ fer fram 2. október Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 18:01 Aukaþing KSÍ fer fram laugardaginn 2. október. KSÍ/ksi.is Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til aukaþings laugardaginn 2. október næst komandi. Þar verður nýr formaður auk nýrrar stjórnar sambandsins kosin. KSÍ hefur verið í brennidepli í vikunni eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns karla í fótbolta. Það gerði Þórhildur síðasta föstudag, degi eftir að Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, sagði engin ofbeldismál hafa komið inn á borð sambandsins. Fleiri sögur hafa flogið um ofbeldi landsliðsmanna og sá Guðni sig knúinn til að segja upp síðustu helgi vegna málsins. Þá sagði stjórn KSÍ einnig upp á mánudagskvöld og boðaði til aukaþings til að kjörin yrði ný stjórn. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, fór þá í leyfi í fyrradag. KSÍ greindi frá því í dag að aukaþingið fari fram klukkan 11:00 laugardaginn 2. október næst komandi. Aðildarfélög sambandsins geta þar kjörið nýja stjórn og nýjan formann. Ekki liggur fyrir hvar þingið fer fram né með hvaða hætti vegna aðstæðna. Vera má að það fari rafrænt fram sökum kórónuveirufaraldursins. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, munu fylgjast grannt með komandi vikum hjá KSÍ líkt og greint var frá í morgun. Varast þurfi að sambandið verði ekki óstarfshæft með svo víðamiklum breytingum og situr núverandi stjórn fram að aukaþinginu í október svo truflanir verði ekki á starfsemi sambandsins á meðan, þar á meðal framkvæmd landsleikja bæði karla og kvenna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór á fund með stjórn KSÍ í vikunni og sagðist vilja jafna hlut karla og kvenna í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn eru 13 karlar og tvær konur. Strangar reglur eru hins vegar hjá FIFA um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af knattspyrnusamböndum ríkja. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Tilkynningu KSÍ má lesa í heild að neðan. Aukaþing KSÍ verður haldið í Reykjavík laugardaginn 2. október 2021. Þingið verður sett kl. 11:00 og er gert ráð fyrir að því ljúki síðar sama dag. Nánari dagskrá ásamt frekari upplýsingum hefur verið send sambandsaðilum og má einnig sjá hér neðar í greininni. Í ljósi aðstæðna verður tilkynnt um þingstað þegar nær dregur. Fyrirvari um rafrænt knattspyrnuþing: Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að halda rafrænt aukaþing ef reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar ekki áætlaðan heildarfjölda gesta (þingfulltrúar, stjórn, starfsfólk og aðrir) á knattspyrnuþingi. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
KSÍ hefur verið í brennidepli í vikunni eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns karla í fótbolta. Það gerði Þórhildur síðasta föstudag, degi eftir að Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, sagði engin ofbeldismál hafa komið inn á borð sambandsins. Fleiri sögur hafa flogið um ofbeldi landsliðsmanna og sá Guðni sig knúinn til að segja upp síðustu helgi vegna málsins. Þá sagði stjórn KSÍ einnig upp á mánudagskvöld og boðaði til aukaþings til að kjörin yrði ný stjórn. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, fór þá í leyfi í fyrradag. KSÍ greindi frá því í dag að aukaþingið fari fram klukkan 11:00 laugardaginn 2. október næst komandi. Aðildarfélög sambandsins geta þar kjörið nýja stjórn og nýjan formann. Ekki liggur fyrir hvar þingið fer fram né með hvaða hætti vegna aðstæðna. Vera má að það fari rafrænt fram sökum kórónuveirufaraldursins. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, munu fylgjast grannt með komandi vikum hjá KSÍ líkt og greint var frá í morgun. Varast þurfi að sambandið verði ekki óstarfshæft með svo víðamiklum breytingum og situr núverandi stjórn fram að aukaþinginu í október svo truflanir verði ekki á starfsemi sambandsins á meðan, þar á meðal framkvæmd landsleikja bæði karla og kvenna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór á fund með stjórn KSÍ í vikunni og sagðist vilja jafna hlut karla og kvenna í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn eru 13 karlar og tvær konur. Strangar reglur eru hins vegar hjá FIFA um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af knattspyrnusamböndum ríkja. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Tilkynningu KSÍ má lesa í heild að neðan. Aukaþing KSÍ verður haldið í Reykjavík laugardaginn 2. október 2021. Þingið verður sett kl. 11:00 og er gert ráð fyrir að því ljúki síðar sama dag. Nánari dagskrá ásamt frekari upplýsingum hefur verið send sambandsaðilum og má einnig sjá hér neðar í greininni. Í ljósi aðstæðna verður tilkynnt um þingstað þegar nær dregur. Fyrirvari um rafrænt knattspyrnuþing: Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að halda rafrænt aukaþing ef reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar ekki áætlaðan heildarfjölda gesta (þingfulltrúar, stjórn, starfsfólk og aðrir) á knattspyrnuþingi.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira