Innlent

Hlaupið gæti hafa náð há­marki sínu

Óttar Kolbeinsson Proppé og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Mynd af Skaftá eins og hún lítur út í dag.
Mynd af Skaftá eins og hún lítur út í dag. vísir/egill

Ekki er ólíklegt að hlaupið í Skaftá hafi náð hámarki sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni en þar segir að rennslið hafi verið nokkuð stöðugt síðustu klukkustundir og mælist nú um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Ekki er ólíklegt að hlaupið í Skaftá hafi náð hámarki sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni en þar segir að rennslið hafi verið nokkuð stöðugt síðustu klukkustundir og mælist nú um 520 rúmmetrar á sekúndu. 

Rennslið er smám saman að aukast neðarlega í ánni en vanalega tekur það hlaupið um átta til tíu klukkustundir að berast milli mælis við Sveinstind og mælis í Eldvatni við Ása. 

Óvissustig almannavarna er enn í gildi en það þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti ógnað heilsu og öryggi fólks. 

Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli en það getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×