Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2021 09:57 Tveir eftirlitsmenn eru þegar að störfum hjá Strætó. Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta. Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta.
Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira