Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2021 10:00 Daði Rafnsson segist skynja vilja til að breyta menningunni innan fótboltans. hk Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Daði skrifaði grein á Kjarnann á dögunum sem ber heitið „Mikki mús má bíta“. Þar fjallar hann um eitraða menningu innan íþrótta í kjölfar frétta um ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta. Daði segir að menning innan íþrótta, sem einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn. „Ætli það sé ekki þannig að menningin sé svo sterk í ákveðna átt að þú áttar þig ekki á því; ert samdauna henni. Menningin í fótboltanum getur verið svo innilokuð og útilokandi að fólkið sem hefur völdin áttar sig ekki á því. Það vinnur eflaust allt eftir bestu heilindum en hefur kannski ekki séð hvað þessi mál hafa mikil áhrif,“ sagði Daði í samtali við Vísi. „Þessi eitraða strákamenning verður svolítið til í kringum boltann og það er svo erfitt að vinna gegn henni. Hún gegnumsýrir allt og er alls staðar, þannig að fólk sér ekki þegar hlutir eru ekki í lagi. Lengi vel var þráast við að borga konum jafn mikið fyrir landsleiki og körlum. Konur eru settar á lægri skör og eiginlega allir sem samsvarast ekki ímyndinni.“ Illa undirbúnir fyrir raunverulega heiminn En hvað erum við að gera rangt þegar kemur að uppeldi fótboltamanna, það er að segja því hvernig þeir haga sér utan vallar? „Þetta einskorðast ekki við fótboltann en þetta er vandamál hjá strákum. Við undirbúum þá kannski svolítið illa fyrir raunverulega heiminn. Það er eins og þeir eigi að sigla í gegnum hlutina án þess að leggja á sig á meðan konurnar eiga að vera ábyrgðarfullar og leggja hart að sér og kannski fá þær þá framgang en strákarnir telja sig eiga hann skilið,“ sagði Daði. Að hans sögn hefur hópþrýstingur mikil áhrif á þá eitruðu menningu sem hefur grasserað í íþróttum karla. „Það sem er áhugavert er að þegar þú nærð strákum og ungum mönnum einn á einn vita þeir nákvæmlega upp á hár hvað er satt, gott og rétt en þegar þeir eru komnir saman í hóp ýfist einhver slæm menning upp,“ sagði Daði. Mikill vilji hjá félögunum Þrátt fyrir allt trúir hann því að það horfi til betri vegar í þessum málum. „Ég held þetta sé að batna. Ég upplifi mikinn vilja hjá félögunum sem ég hef unnið hjá undanfarin ár. Menn eru alveg meðvitaðir um vandann og vilja breyta,“ sagði Daði. En skynjar hann breytingu á viðhorfi hjá yngri iðkendum? „Það eimir enn að þessu hjá strákum og unglingum og þá er spurning hverjar fyrirmyndirnar eru, hvernig haga þær sér? Kannski hefur komið í ljós að menn telja sig geta allt og mega allt. Auðvitað eru ekkert allir strákar svona og mér finnst hafa orðið vitundarvakning í þessum málum en íþróttasamfélagið þarf að pæla mikið í því hvað fór úrskeiðis,“ sagði Daði sem telur að umræða síðustu daga muni hafa áhrif til lengri tíma litið. „Ég held að muni breyta mörgu þótt við sjáum það kannski ekki strax,“ sagði Daði. Hann skynjar viðhorfsbreytingu hjá ungum körlum. „Ég hef rætt við þónokkuð marga stráka sem ég hef þjálfað undanfarna daga og þeir eru í jafn miklu áfalli yfir þessu og aðrir og vilja læra.“ Getum ekki kennt erlendum akademíum um Margir íslenskir fótboltamenn hafa farið erlendis ungir að árum. Daði segir ekki hægt að kenna erlendum félögum um að kenna strákunum okkar vonda siði. „Ég held að við getum ekki skellt skuldinni á erlendar akademíur því það eru mýmörg ofbeldismál sem hafa komið upp hjá íslenskum félögum. Erlendar akademíur eru alveg meðvitaðar um þennan vanda og reyna að gera ýmislegt eins og íslensku félögin,“ sagði Daði. Umræða síðustu daga og vikna hefur snert við mörgum, kannski ekki síst ungum fótboltaiðkendum sem hafa séð hetjurnar sínar falla af stalli sínum. Daði segir að ræða verði við fótboltakrakka um þessi mál. „Það er nauðsynlegt að gera það og samtalið þarf að vera bæði hjá félögunum og heima fyrir. Þjálfararnir verða að gæta að því hvernig þeir ramma hlutina inn og við þurfum að vera atorkusamari í að laga þá,“ sagði Daði að lokum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Íþróttir barna Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Daði skrifaði grein á Kjarnann á dögunum sem ber heitið „Mikki mús má bíta“. Þar fjallar hann um eitraða menningu innan íþrótta í kjölfar frétta um ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta. Daði segir að menning innan íþrótta, sem einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn. „Ætli það sé ekki þannig að menningin sé svo sterk í ákveðna átt að þú áttar þig ekki á því; ert samdauna henni. Menningin í fótboltanum getur verið svo innilokuð og útilokandi að fólkið sem hefur völdin áttar sig ekki á því. Það vinnur eflaust allt eftir bestu heilindum en hefur kannski ekki séð hvað þessi mál hafa mikil áhrif,“ sagði Daði í samtali við Vísi. „Þessi eitraða strákamenning verður svolítið til í kringum boltann og það er svo erfitt að vinna gegn henni. Hún gegnumsýrir allt og er alls staðar, þannig að fólk sér ekki þegar hlutir eru ekki í lagi. Lengi vel var þráast við að borga konum jafn mikið fyrir landsleiki og körlum. Konur eru settar á lægri skör og eiginlega allir sem samsvarast ekki ímyndinni.“ Illa undirbúnir fyrir raunverulega heiminn En hvað erum við að gera rangt þegar kemur að uppeldi fótboltamanna, það er að segja því hvernig þeir haga sér utan vallar? „Þetta einskorðast ekki við fótboltann en þetta er vandamál hjá strákum. Við undirbúum þá kannski svolítið illa fyrir raunverulega heiminn. Það er eins og þeir eigi að sigla í gegnum hlutina án þess að leggja á sig á meðan konurnar eiga að vera ábyrgðarfullar og leggja hart að sér og kannski fá þær þá framgang en strákarnir telja sig eiga hann skilið,“ sagði Daði. Að hans sögn hefur hópþrýstingur mikil áhrif á þá eitruðu menningu sem hefur grasserað í íþróttum karla. „Það sem er áhugavert er að þegar þú nærð strákum og ungum mönnum einn á einn vita þeir nákvæmlega upp á hár hvað er satt, gott og rétt en þegar þeir eru komnir saman í hóp ýfist einhver slæm menning upp,“ sagði Daði. Mikill vilji hjá félögunum Þrátt fyrir allt trúir hann því að það horfi til betri vegar í þessum málum. „Ég held þetta sé að batna. Ég upplifi mikinn vilja hjá félögunum sem ég hef unnið hjá undanfarin ár. Menn eru alveg meðvitaðir um vandann og vilja breyta,“ sagði Daði. En skynjar hann breytingu á viðhorfi hjá yngri iðkendum? „Það eimir enn að þessu hjá strákum og unglingum og þá er spurning hverjar fyrirmyndirnar eru, hvernig haga þær sér? Kannski hefur komið í ljós að menn telja sig geta allt og mega allt. Auðvitað eru ekkert allir strákar svona og mér finnst hafa orðið vitundarvakning í þessum málum en íþróttasamfélagið þarf að pæla mikið í því hvað fór úrskeiðis,“ sagði Daði sem telur að umræða síðustu daga muni hafa áhrif til lengri tíma litið. „Ég held að muni breyta mörgu þótt við sjáum það kannski ekki strax,“ sagði Daði. Hann skynjar viðhorfsbreytingu hjá ungum körlum. „Ég hef rætt við þónokkuð marga stráka sem ég hef þjálfað undanfarna daga og þeir eru í jafn miklu áfalli yfir þessu og aðrir og vilja læra.“ Getum ekki kennt erlendum akademíum um Margir íslenskir fótboltamenn hafa farið erlendis ungir að árum. Daði segir ekki hægt að kenna erlendum félögum um að kenna strákunum okkar vonda siði. „Ég held að við getum ekki skellt skuldinni á erlendar akademíur því það eru mýmörg ofbeldismál sem hafa komið upp hjá íslenskum félögum. Erlendar akademíur eru alveg meðvitaðar um þennan vanda og reyna að gera ýmislegt eins og íslensku félögin,“ sagði Daði. Umræða síðustu daga og vikna hefur snert við mörgum, kannski ekki síst ungum fótboltaiðkendum sem hafa séð hetjurnar sínar falla af stalli sínum. Daði segir að ræða verði við fótboltakrakka um þessi mál. „Það er nauðsynlegt að gera það og samtalið þarf að vera bæði hjá félögunum og heima fyrir. Þjálfararnir verða að gæta að því hvernig þeir ramma hlutina inn og við þurfum að vera atorkusamari í að laga þá,“ sagði Daði að lokum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Íþróttir barna Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira