Við styðjum aukna samkeppni á raforkumarkaði Tinna Traustadóttir og Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifa 1. september 2021 10:01 Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Samkeppnismál Tinna Traustadóttir Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun