Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2021 20:40 Viðar Hauksson er verkefnisstjóri Héraðsverks í Borgarfjarðarvegi. Dyrfjöll í baksýn. Arnar Halldórsson Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. Vegurinn liggur til norðurs frá Egilsstöðum um Úthérað. Þar sem slitlaginu sleppir norðan Eiða eru núna komnar vinnuvélar á vegum Héraðsverks, sem tók að sér verkið fyrir 666 milljónir króna eftir útboð Vegagerðarinnar. „Við erum tiltölulega nýbyrjaðir. Erum bara að koma okkur af stað í verkefninu,“ segir Viðar Hauksson, verkefnisstjóri Héraðsverks, en sjá mátti bílaumferðina þræða framhjá vinnuvélunum í fréttum Stöðvar 2. „Það er búið að vera mikil umferð. En hún fer minnkandi núna. Þannig að núna getum við farið á fullt.“ Vegarkaflinn er 14,7 kílómetra langur.Grafík/Ragnar Visage Vegfarendur á leið til Borgarfjarðar eystra munu eflaust njóta útsýnis til Dyrfjalla betur þegar rennislétt malbikið leysir af malarveginn. „Þetta er langþráð. Þetta er nú búið að vera leiðinlegt lengi. Þannig að þetta verður mikil bylting þegar þetta verður komið,“ segir Viðar. Áður var Héraðsverk búið að malbika yfir Vatnsskarð og um Njarðvíkurskriður á leiðinni til Borgarfjarðar. Núna bætist við síðasti kaflinn, 14,7 kílómetra langur, um Hjaltastaðaþinghá. -Þetta er líka fyrir sveitirnar hérna? „Já, já. Sveitirnar og ferðamanninn. Það er mikil ferðamannatraffík hingað niður eftir.“ Vegarkaflinn liggur um Hjaltastaðaþinghá milli bæjarins Laufáss og skólasetursins Eiða.Arnar Halldórsson Viðar segir að milli fimmtán og tuttugu starfsmenn verði í verkinu, flestir heimamenn af Héraði. „Við verðum með töluvert mikinn mannskap. Þetta er tiltölulega knappur tími á þessu verkefni. Boðið tiltölulega seint út. Það þarf að halda vel áfram til að ná þessu.“ Nokkur holt verða sprengd niður en annars verður lítil breyting á veglínu. „Hann fylgir nánast alveg gamla veginum. Þannig að þetta er svona uppbygging á honum, breikkun. Hæðarlínan löguð.“ Við Kjarvalshvamm verður veglínu haldið en búið til betra bílastæði.Arnar Halldórsson Veglínu verður einnig haldið um Kjarvalshvamm þar sem ferðmenn hafa mátt skoða sumarhús og bátaskýli listmálarans Jóhannesar Kjarvals í þjóðvegaryki. „Það hverfur allt ryk vonandi þegar þetta verður búið. Og á að búa til þarna gott bílastæði og annað. Aðgengi verður betra,“ segir verkefnisstjórinn. Verklok eru áætluð eftir rúmt ár, 30. september á næsta ári. Þá verður bara eftir að tengja þrjá þéttbýlisstaði á Íslandi við þjóðvegakerfið með bundnu slitlagi, staðina á sunnanverðum Vestfjörðum; Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Múlaþing Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Vegurinn liggur til norðurs frá Egilsstöðum um Úthérað. Þar sem slitlaginu sleppir norðan Eiða eru núna komnar vinnuvélar á vegum Héraðsverks, sem tók að sér verkið fyrir 666 milljónir króna eftir útboð Vegagerðarinnar. „Við erum tiltölulega nýbyrjaðir. Erum bara að koma okkur af stað í verkefninu,“ segir Viðar Hauksson, verkefnisstjóri Héraðsverks, en sjá mátti bílaumferðina þræða framhjá vinnuvélunum í fréttum Stöðvar 2. „Það er búið að vera mikil umferð. En hún fer minnkandi núna. Þannig að núna getum við farið á fullt.“ Vegarkaflinn er 14,7 kílómetra langur.Grafík/Ragnar Visage Vegfarendur á leið til Borgarfjarðar eystra munu eflaust njóta útsýnis til Dyrfjalla betur þegar rennislétt malbikið leysir af malarveginn. „Þetta er langþráð. Þetta er nú búið að vera leiðinlegt lengi. Þannig að þetta verður mikil bylting þegar þetta verður komið,“ segir Viðar. Áður var Héraðsverk búið að malbika yfir Vatnsskarð og um Njarðvíkurskriður á leiðinni til Borgarfjarðar. Núna bætist við síðasti kaflinn, 14,7 kílómetra langur, um Hjaltastaðaþinghá. -Þetta er líka fyrir sveitirnar hérna? „Já, já. Sveitirnar og ferðamanninn. Það er mikil ferðamannatraffík hingað niður eftir.“ Vegarkaflinn liggur um Hjaltastaðaþinghá milli bæjarins Laufáss og skólasetursins Eiða.Arnar Halldórsson Viðar segir að milli fimmtán og tuttugu starfsmenn verði í verkinu, flestir heimamenn af Héraði. „Við verðum með töluvert mikinn mannskap. Þetta er tiltölulega knappur tími á þessu verkefni. Boðið tiltölulega seint út. Það þarf að halda vel áfram til að ná þessu.“ Nokkur holt verða sprengd niður en annars verður lítil breyting á veglínu. „Hann fylgir nánast alveg gamla veginum. Þannig að þetta er svona uppbygging á honum, breikkun. Hæðarlínan löguð.“ Við Kjarvalshvamm verður veglínu haldið en búið til betra bílastæði.Arnar Halldórsson Veglínu verður einnig haldið um Kjarvalshvamm þar sem ferðmenn hafa mátt skoða sumarhús og bátaskýli listmálarans Jóhannesar Kjarvals í þjóðvegaryki. „Það hverfur allt ryk vonandi þegar þetta verður búið. Og á að búa til þarna gott bílastæði og annað. Aðgengi verður betra,“ segir verkefnisstjórinn. Verklok eru áætluð eftir rúmt ár, 30. september á næsta ári. Þá verður bara eftir að tengja þrjá þéttbýlisstaði á Íslandi við þjóðvegakerfið með bundnu slitlagi, staðina á sunnanverðum Vestfjörðum; Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Múlaþing Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17