Viðskipti innlent

Ragn­heiður Er­lings­dóttir nýr fram­kvæmda­stjóri Zik Zak

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ragnheiður Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Zik Zak.
Ragnheiður Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Zik Zak. ZIK ZAK

Ragnheiður Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Zik Zak. Hún tekur við starfinu af Skúla Malmquist, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins í júlí.

Fréttamiðillin ScreenDaily greinir frá þessu. Ragnheiður starfaði áður sem yfirmaður laga- og viðskiptamála fjármálafyrirtækisins Rocket Science í Lundúnum. Ragnheiður er enginn nýgræðingur í kvikmyndageiranum en áður en hún starfaði fyrir Rocket Science starfaði hún sem kvikmyndaframleiðandi og framleiddi til dæmis myndirnar Xl og Rainbow Party.

Zik Zak var stofnað árið 1995 og hefur framleitt myndir á borð við Nóa Albinóa, Niceland, Gauragang, Brim og fleiri myndir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×