Talibanar fagna sigri í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2021 14:45 Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl í dag. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Talibanar hafa fagnað grimmt í Kabúl í dag eftir að síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu landið í gærkvöldi. Þeir segjast hafa sigrað stórveldi. Þá heita Talibanar því að tryggja öryggi í Afganistan en þó berast fregnir af áframhaldandi ódæðum vígamanna. „Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
„Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira