Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:01 Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar á Bolafjalli þar sem tilskilin leyfi eru ekki til staðar. Hafþór Gunnarsson Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar segir að umsókn um byggingarleyfi hafi borist stofnuninni þann 10. júní síðastliðinn. Þremur dögum síðar hafi byggingarfulltrúi sent tuttugu athugasemdir við umsóknina til Bolungavíkurkaupstaðar. Leiðrétt gögn hafi hins vegar ekki borist til baka og þann 17. ágúst hafi umsjónaraðila framkvæmdarinnar, Finnboga Bjarnasyni byggingarfulltrúa, og hönnuði pallsins borist krafa um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar strax. „Þetta er alvarlegt mál þar sem þetta snýst um öryggi. Ef eitthvað hefði komið þarna fyrir þá er bent á okkur. Sem byggingarfulltrúi er ég mjög ósáttur við hvernig staðið var að þessu,“ segir Pétur Bolli Jóhannesson, sérfræðingur á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samtali við RÚV. Samkvæmt fréttinni viss Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ekki af stöðvun framkvæmdarinnar í morgun. Verið væri að bíða eftir gólfefni fyrir útsýnispallinn og hann yrði svo opnaður almenningi um miðjan september. Pétur Bolli segist undrandi á vanþekkingu bæjarstjórans þar sem byggingarfulltrúa hafi borist tilkynning um stöðvun framkvæmdanna fyrir tíu dögum síðan. „Þetta er í raun ótrúlega barnaleg stjórnsýsla, og eitt af þessum slæmu tilfellum. Svona á alls ekki að vinna þetta. Það er lykilatriði að samþykktir liggi fyrir með svona framkvæmd, ekki síst þegar um er að ræða mannvirki í tæplega 700 metra hæð,“ er haft eftir Pétri Bolla. Leiðrétt byggingargögn hafi svo borist í gær, tveimur mánuðum rúmum eftir að athugasemdir bárust bæjaryfirvöldum í Bolungarvík frá HMS. Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar segir að umsókn um byggingarleyfi hafi borist stofnuninni þann 10. júní síðastliðinn. Þremur dögum síðar hafi byggingarfulltrúi sent tuttugu athugasemdir við umsóknina til Bolungavíkurkaupstaðar. Leiðrétt gögn hafi hins vegar ekki borist til baka og þann 17. ágúst hafi umsjónaraðila framkvæmdarinnar, Finnboga Bjarnasyni byggingarfulltrúa, og hönnuði pallsins borist krafa um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar strax. „Þetta er alvarlegt mál þar sem þetta snýst um öryggi. Ef eitthvað hefði komið þarna fyrir þá er bent á okkur. Sem byggingarfulltrúi er ég mjög ósáttur við hvernig staðið var að þessu,“ segir Pétur Bolli Jóhannesson, sérfræðingur á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samtali við RÚV. Samkvæmt fréttinni viss Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ekki af stöðvun framkvæmdarinnar í morgun. Verið væri að bíða eftir gólfefni fyrir útsýnispallinn og hann yrði svo opnaður almenningi um miðjan september. Pétur Bolli segist undrandi á vanþekkingu bæjarstjórans þar sem byggingarfulltrúa hafi borist tilkynning um stöðvun framkvæmdanna fyrir tíu dögum síðan. „Þetta er í raun ótrúlega barnaleg stjórnsýsla, og eitt af þessum slæmu tilfellum. Svona á alls ekki að vinna þetta. Það er lykilatriði að samþykktir liggi fyrir með svona framkvæmd, ekki síst þegar um er að ræða mannvirki í tæplega 700 metra hæð,“ er haft eftir Pétri Bolla. Leiðrétt byggingargögn hafi svo borist í gær, tveimur mánuðum rúmum eftir að athugasemdir bárust bæjaryfirvöldum í Bolungarvík frá HMS.
Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira