Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:01 Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar á Bolafjalli þar sem tilskilin leyfi eru ekki til staðar. Hafþór Gunnarsson Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar segir að umsókn um byggingarleyfi hafi borist stofnuninni þann 10. júní síðastliðinn. Þremur dögum síðar hafi byggingarfulltrúi sent tuttugu athugasemdir við umsóknina til Bolungavíkurkaupstaðar. Leiðrétt gögn hafi hins vegar ekki borist til baka og þann 17. ágúst hafi umsjónaraðila framkvæmdarinnar, Finnboga Bjarnasyni byggingarfulltrúa, og hönnuði pallsins borist krafa um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar strax. „Þetta er alvarlegt mál þar sem þetta snýst um öryggi. Ef eitthvað hefði komið þarna fyrir þá er bent á okkur. Sem byggingarfulltrúi er ég mjög ósáttur við hvernig staðið var að þessu,“ segir Pétur Bolli Jóhannesson, sérfræðingur á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samtali við RÚV. Samkvæmt fréttinni viss Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ekki af stöðvun framkvæmdarinnar í morgun. Verið væri að bíða eftir gólfefni fyrir útsýnispallinn og hann yrði svo opnaður almenningi um miðjan september. Pétur Bolli segist undrandi á vanþekkingu bæjarstjórans þar sem byggingarfulltrúa hafi borist tilkynning um stöðvun framkvæmdanna fyrir tíu dögum síðan. „Þetta er í raun ótrúlega barnaleg stjórnsýsla, og eitt af þessum slæmu tilfellum. Svona á alls ekki að vinna þetta. Það er lykilatriði að samþykktir liggi fyrir með svona framkvæmd, ekki síst þegar um er að ræða mannvirki í tæplega 700 metra hæð,“ er haft eftir Pétri Bolla. Leiðrétt byggingargögn hafi svo borist í gær, tveimur mánuðum rúmum eftir að athugasemdir bárust bæjaryfirvöldum í Bolungarvík frá HMS. Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar segir að umsókn um byggingarleyfi hafi borist stofnuninni þann 10. júní síðastliðinn. Þremur dögum síðar hafi byggingarfulltrúi sent tuttugu athugasemdir við umsóknina til Bolungavíkurkaupstaðar. Leiðrétt gögn hafi hins vegar ekki borist til baka og þann 17. ágúst hafi umsjónaraðila framkvæmdarinnar, Finnboga Bjarnasyni byggingarfulltrúa, og hönnuði pallsins borist krafa um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar strax. „Þetta er alvarlegt mál þar sem þetta snýst um öryggi. Ef eitthvað hefði komið þarna fyrir þá er bent á okkur. Sem byggingarfulltrúi er ég mjög ósáttur við hvernig staðið var að þessu,“ segir Pétur Bolli Jóhannesson, sérfræðingur á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samtali við RÚV. Samkvæmt fréttinni viss Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ekki af stöðvun framkvæmdarinnar í morgun. Verið væri að bíða eftir gólfefni fyrir útsýnispallinn og hann yrði svo opnaður almenningi um miðjan september. Pétur Bolli segist undrandi á vanþekkingu bæjarstjórans þar sem byggingarfulltrúa hafi borist tilkynning um stöðvun framkvæmdanna fyrir tíu dögum síðan. „Þetta er í raun ótrúlega barnaleg stjórnsýsla, og eitt af þessum slæmu tilfellum. Svona á alls ekki að vinna þetta. Það er lykilatriði að samþykktir liggi fyrir með svona framkvæmd, ekki síst þegar um er að ræða mannvirki í tæplega 700 metra hæð,“ er haft eftir Pétri Bolla. Leiðrétt byggingargögn hafi svo borist í gær, tveimur mánuðum rúmum eftir að athugasemdir bárust bæjaryfirvöldum í Bolungarvík frá HMS.
Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira