Viðskipti innlent

Jóhann Óskar ráðinn yfirflugstjóri PLAY

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Jóhann Óskar Borgþórsson hefur verið ráðinn yfirflugstjóri flugfélagsins PLAY.
Jóhann Óskar Borgþórsson hefur verið ráðinn yfirflugstjóri flugfélagsins PLAY. Aðsent

Jóhann Óskar Borgþórsson hefur verið ráðinn yfirflugstjóri hjá flugfélaginu PLAY. Jóhann hefur komið víða við í fluggeiranum en hann hefur starfað hjá fjórum öðrum flugfélögum ásamt því að hafa setið í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Jóhann hefur þegar tekið til starfa en hann á að baki yfir átján ára reynslu í flugheiminum. Hann hefur starfað hjá Air Atlanta, Icelandair, WOW Air og Royal Brunei Airlines og nú PLAY.

Þá hefur Jóhann látið sig varða réttindi flugmanna varða en hann sat í stjórn Félags íslenskra flugmanna.

„Það er óhætt að fullyrða að Jóhann er mikill fengur fyrir flugdeild PLAY og ég hlakka til að starfa með honum að uppbyggingu félagsins á komandi árum,“ segir Finnbogi Karl Bjarnason, flugrekstrarstjóri PLAY.

Þá stofnaði Jóhann Brettafélags Hafnarfjarðar fyrir um áratug, þar sem rík áhersla var lögð á barna- og unglingastarf. En Finnbogi segir að leikgleði sé mikilvægur eiginleiki starfsfólks PLAY.

„Mér finnst dálítið eins og ég sé bara loksins kominn aftur heim eftir að hafa aflað mér frekari þekkingar og reynslu í hinum stóra heimi sem við opnum leiðir til fyrir okkar viðskiptavini. Enda eru framundan skemmtilegar áskoranir í uppbyggingu PLAY á nýjum mörkuðum,“ segir Jóhann Óskar, nýr yfirflugstjóri PLAY.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×