Fótbolti

Afganska kvennalandsliðið flutt frá Kabúl með hjálp ástralskra yfirvalda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Afganska kvennalandsliðið var stofnað árið 2007 og þá var litið á það sem ögrun við Talibana.
Afganska kvennalandsliðið var stofnað árið 2007 og þá var litið á það sem ögrun við Talibana. Majid Saeedi/Getty Images

Í dag voru leikmenn afganska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fluttir með flugi frá Kabúl, höfuðborg Afanistan. Alþjóðlegu leikmannasamtökin FIFPRO, þökkuðu áströlsku yfirvöldum fyrir að gera flutninginn mögulegan.

Liðið var hluti af 75 einstaklingum um borð í vélinni sem flutti þær frá Kabúl, en ásamt leikmönnum liðsins voru um borð starfsmenn liðsins og fjölskyldumeðlimir, en vinna heldur áfram hjá áströlskum yfirvöldum að aðstoða fleiri við að yfirgefa landið.

„Þessar ungu konur, bæði sem íþróttamenn og aktívistar, hafa verið í hættu staddar og fyrir hönd jafningja þeirra um allan heim þökkum við alþjóðasamfélaginu fyrir þeirra aðstoð,“ segir í tilkynningu frá alþjóðlegu leikmannasamtökunum FIFPRO.

Afganska kvennalandsliðið var stofnað árið 2007, og þá var litið svo á að það væri ögrun við Talíbana. Liðið var því talið í hættu eftir að Talíbanar náðu stjórn á landinu, og höfuðborginni, Kabúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×