Viðskipti innlent

Fjögur fyrir­tæki sam­einast undir nafni Hita­tækni

Atli Ísleifsson skrifar
Hitatækni hefur verið til húsa við Smiðjuveg í Kópavogi.
Hitatækni hefur verið til húsa við Smiðjuveg í Kópavogi. Hitatækni

Hitatækni, Varmi, Rafloft og Proventa hafa sameinast undir nafni Hitatækni.

Í tilkynningu kemur fram að félögin séu öll sérhæfð í loftræstibúnaði ásamt fjölbreyttum búnaði fyrir hitastýringar, kælikerfi, rakatækjum og sússtjórnarkerfum. Á síðustu árum hafi félögin komið að uppsetningu og innleiðingu búnaðar fyrir mörg stærstu byggingarverkefni á Íslandi til dæmis á sviði skóla, íþróttamannvirkja, gagnavera, skrifstofuhúsnæðis, híbýla og sjúkrahúsa.

„Hitatækni hefur ráðið Þóri Guðmundsson sem nýjan framkvæmdastjóra sameinaðs félags. Þórir sem mun hefja störf í október er verkfræðingur frá Álaborgarháskóla og hefur starfað í loftræstigeiranum allan sinn feril. Þórir kemur frá Ísmar þar sem hann hefur stýrt hita og loftræstideild félagsins,“ segir í tilkynningunni.

Þórir og seljendur félaganna fjögurra verða allir hluthafar í nýju sameinuðu félagi Hitatækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×