Fótbolti

Bordeaux hafði betur í Íslendingaslag í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sif Atladóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Kristianstad.
Sif Atladóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Kristianstad.

Bordeaux og Kristianstad mættust í forkeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu ú kvöld. Svava Guðmundsdóttir var á varamannabekk Bordeaux sem hafði betur, 3-1, gegn Sif Atladóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem voru í byrjunarliði Kristianstad.

Melissa Herrera Monge kom Bordeaux yfir á tíundu mínútu og Vanessa Gilles var búinn að tvöfalda forystuna tíu mínútum síðar.

Mia Carlsson minnkaði muninn á 26. mínútu, en Katja Snoeijs kom Bordeaux aftur í tveggja marka forskot þegar aðeins tvær míútur voru til hálfleiks.

Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik og lokatölur því 3-1. Það eru því Svava og liðsfélagar hennar í Bordaux sem halda áfram í næstu umferð Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×