Fótbolti

Jón Guðni og félagar með bakið upp við vegg fyrir seinni leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Guðni Fjóluson í leik með íslenska landsliðinu. Jeff Zelevansky/Getty Images

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í sænska liðinu Hammarby heimsóttu svissneska liðið Basel í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Tvö mörk heimamanna á lokamínútunum tryggðu þeim 3-1 sigur og Hammarby hefur því verk að vinna í seinni leik liðanna.

Arthur Cabral kom heimamönnum á 30. mínút eftir stoðsendingu frá Sebastiano Esposito, og staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Abdul Khalili jafnaði metin fyrir gestina frá Svíþjóð þegar tæpar tuttugu mínútur lifðu leiks, en Cabral skoraði sitt annað mark, og annað mark heimamanna, þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka.

Cabral var þó ekki hættur, en á lokamínútu venjulegs leiktíma fullkomnaði hann þrennu sína með marki af vítapunktinum.

Niðurstaðan varð því 3-1 sigur heimamanna. Jón Guðni og félagar þurfa því að snúa taflinu við  þegar liðin mætast aftur eftir viku. Sigurlið einvígisins vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×