Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 17:00 Robin Adriaenssen, fyrrum styrktarþjálfari Esbjerg, er ekki sáttur með leikmenn liðsins. HLN.BE Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira
Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira