Fótbolti

Tap í fyrsta leik hjá Alberti og félögum í AZ Alkmaar

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Albert í æfingaleik á dögunum
Albert í æfingaleik á dögunum EPA-EFE/Ed van de Pol

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar töpuðu í dag fyrsta leiknum á tímabilinu í hollensku úrvalsdeildinni.

Albert lék í 80 mínútur fyrir AZ en náði ekki að skora. Honum tókst þó að næla sér í gult spjald fyrir harkalega tæklingu á 75. mínútu.

Það var Michiel Kramer sem skoraði sigurmark leiksins á 43. mínútu eftir sendingu frá Jurien gaari. Waalwijk endaði síðustu leiktíð á því að bjarga sér frá falli á markatölu og því verulega flottur sigur fyrir þá.

Leikmenn AZ Alkmaar væntanlega mjög ósáttir enda sigurstranglegri í leiknum og sóttu mikið en allt kom fyrir ekki. AZ Alkmaar endaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð á eftir risunum í Ajax og PSV Eindhoven




Fleiri fréttir

Sjá meira


×