Umfjöllun og viðtöl: KA - Stjarnan 2-1 | Tvö rauð spjöld á loft þegar KA lagði Stjörnuna Árni Gísli Magnússon skrifar 15. ágúst 2021 19:10 Þorvaldur Örlygsson er þjálfari Stjörnunnar. vísir/Hulda Margrét KA menn í harðri toppbaráttu og gátu með sigrinum komið sér í annað sæti deildarinnar einungis þremur stigum frá toppliði Vals, sem og þeir gerðu. Stjarnan hins vegar í baráttu í neðri hluta deildarinnar með 16 stig í 9. Sæti. Leikurinn fór skemmtilega af stað og komust Stjörnumenn í dauðafæri eftir einungis fjögurra mínútna leik. Eyjólfur Héðinsson var þá með boltann í öftustu línu og þrumaði honum hátt og langt inn fyrir vörn KA manna þar sem Olvier Haurits tók á sprett og skildi Dusan Brkovic eftir. Skotið fór í fjærstöngina og út og leikurinn því áfram jafn. Á 14. mínútu fengu KA menn aukaspyrnu úti hægra megin við teig gestanna. Sebastiaan Brebels tók spyrnuna og endaði boltinn á fjærstönginni hjá hávaxnasta manni vallarins, Mikkel Qvist, sem fékk frían skalla en skallaði boltann yfir úr ákjósanlegu færi. KA fékk hornspyrnu á 29. mínútu og eftir klafs í teignum komu Stjörnumenn boltanum rétt út fyrir teig en ekki lengra en það þar sem Þorvaldur dómari flæktist fyrir leikmanni þeirra þegar hann reyndi að koma boltanum enn lengra frá. Á endamum barst boltinn á Sebastiaan Brebels sem setti boltann á Ásgeir Sigurgeirsson sem stóð í miðjum teignum og tók boltann frábærlega á lofti í fyrstu tilraun og kom honum í netið framhjá Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnnar. Einungis fjórum mínútum seinna fékk Oliver Haurits boltann í fætur inn á teig heimamanna og var kominn í nokkuð þröngt færi og setti boltann fast á nærstöngina en boltinn small í stönginni og sluppu heimamenn því aftur með skrekkinn. Lítið annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og leiddi KA með einu marki gegn engu í hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti, líkt og þann fyrri, og jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Boltinn var þá á leið aftur fyrir endamörk KA manna og Þorri Mar var að reyna skýla boltanum útaf, Þorsteinn Már Ragnarsson gerði vel að pressa Þorra og vann af honum boltann, setti hann fast meðfram jörðinni fyrir markið þar sem Hilmar Árni Halldórsson var mættur á fjærstöngina og afgreiddi boltann auðveldlega í netið og jafnaði leikinn. Eftir jöfnunarmarkið var KA betri aðilinn og áttu nokkur fín færi en Haraldur Björnsson stóð pliktina vel í marki gestanna og varði allt sem kom á markið. Það var svo ekki fyrr en á 81. mínútu sem að Haraldur var loksins sigraður aftur. Hallgrímur Mar átti hornspyrnu og setti flottan bolta inn á teiginn þar sem hinn stóri og stæðilegi varnarmaður KA, Mikkel Qvist, reis hæst og skallaði boltann í jörðina, þaðan í stöngina og inn. 2-1 fyrir KA. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fóru Dusan Brkovic og Emil Atlason í kapphlaup sem endaði í skallaeinvígi rétt utan við teig heimamanna og virtist Dusan eitthvað fara harkalega utan í Emil að mati Þorvalds Árnasonar dómara leiksins. Þorvaldur hugsaði sig ekki lengi um og reif upp gula spjaldið, sem var það seinna sem Dusan fékk í dag, og gaf honum þar með rautt spjald. Á fjórðu mínútu uppbótartíma var varamaðurinn Jakob Snær Árnason á fleygiferð að sleppa einn inn fyrir vörn Stjörnunnar en Eyjólfur Héðinsson hljóp utan í hann og felldi hann. Þorvaldur reif þá upp rauða spjaldið í annað skiptið á stuttum tíma og sendi Eyjólf sömu leið og hann sendi Dusan stuttu áður. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna án árangurs. Athygli vakti að Þorvaldur flautaði leikinn af þegar Stjarnan var í stórsókn við teig KA manna við litla hrifningu gestanna. Niðurstaðan mikilvægur 2-1 sigur KA sem fara í 30 stig í annað sæti deildarinnar í bili. Keflvíkingar áfram í 9. sæti með sín 16 stig. Af hverju vann KA? Klisja, en þeir nýttu færin sín einfaldlega betur í dag. Lið fá ekki endilega mörg góð færi gegn liði eins og KA og Stjarnan hefði þurft að nýta sín færi betur í dag. Hverjir stóðu upp úr? Sebastiaan Brebels var flottur í liði KA í dag. Mikill kraftur og vinnsla í honum allan leikinn auk þess sem hann lagði upp sigurmarkið sem Ásgeir skoraði. Hallgrímur Mar var að vanda mjög ógnandi og voru föst leikatriði hjá bæði honum og Brebels hættuleg, sem skilaði á endanum sigurmarki með hornspyrnu frá Hallgrími Mar. Oliver Haurist var sprækur í liði Stjörnunnar og hefði mátt skora allavega eitt mark í dag. Hilmar Árni var einnig mjög ferskur og skoraði gott mark. Hvað gekk illa? Það gekk nokkuð illa framan af hjá KA að koma af stað almennilegu uppspili þar sem tveir fremstu menn Stjörnunnar pressuðu vel á öftustu línu þeirra. Eins og fyrr segir hefði Stjarnan þurft að nýta sín færi betur. Það gekk einnig illa hjá leikmönnum beggja liða að standa í lappirnar í fyrri hálfleik, sennilega sökum þess hversu mikið völlurinn var bleyttur fyrir leik og er þar að auki í slæmu ásigkomulagi. Hvað gerist næst? Hjá KA eru framundan tveir risastórir deildarleikir við Breiðablik. Sá fyrri er á Kópavogsvelli laugardaginn 21. ágúst og sá seinni á Greifavellinum miðvikudaginn 25. ágúst. Stjarnan fær Fylki í heimsókn á Samsungvöllinn mánudaginn 23. ágúst. Þorvaldur: Við erum búnir að spila við þetta KA lið þrjá leiki í sumar og verið betri aðilinn í öllum leikjunum Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir tap. „Við erum mjög svekktir, sérstaklega þar sem við vorum mjög góðir í dag, áttum góðan leik en fáum á okkur tvö mörk. Við fáum tvö góð færi í fyrri hálfleik og hefðum í raun átt að vera 1-0 yfir í hálfleik en þetta fyrsta mark sem KA skorar er hálf svekkjandi, varnarmaður er að koma til baka og dómarinn stendur eiginlega í vegi fyrir honum og stígur fyrir hann og klaufalegt hjá dómaranum en eins og ég segi eru þetta svona hlutir sem eru ekki dæmdir með okkur en samt sem áður góður leikur hjá okkur þó við fáum ekkert út úr honum.” Fannst Þorvaldi fyrsta mark KA þá hreinlega ólöglegt? „Ég ætla ekki að segja það, mér finnst bara hálf skrítið að dómarinn skuli ekki leysa stöðuna og sjá hvað er í gangi í kringum hann, það finnst mér sérkennilegt.” Þorvaldur var fúll yfir því að fá ekkert út úr leiknum þar sem liðið hafi, að hans mati, verið betri aðilinn í dag. „Við erum svo sem búnir að spila við þetta lið KA þrjá leiki í sumar og verið betri aðilinn í öllum leikjunum en ekki fengið neitt út úr því og þú þarft að skora fleiri en andstæðingurinn en við erum búnir að vera töluvert betra liðið í öllum leikjunum og það er oft þannig þegar að hlutirnir detta ekki með þér að sjálfstraustið vantar og þá dettur það ekki alveg með manni en samt sem áður erum við mjög ánægðir með leikinn í dag.” Aðspurður hvort blóðug fallbarátta væri framundan hjá Stjörnunni var Þorvaldur ekki lengi að taka undir það. „Hún er búin að vera það hingað til, hún fer ekkert að byrja núna, búin að vera frá því að fyrsti leikur byrjaði og menn þurfa bara að berjast með því, við getum ekki allir farið bara heim.” „Við vorum sterkari aðilinn á flestum sviðum, en við skorum ekki nógu mörg mörk og það er það sem veldur því að við förum tómhentir heim, við fáum mark á okkur á tíma þar sem við erum með góð völd á leiknum og svoleiðis er það bara, við verðum bara að taka því og halda áfram”, bætti Þorvaldur við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Stjarnan
KA menn í harðri toppbaráttu og gátu með sigrinum komið sér í annað sæti deildarinnar einungis þremur stigum frá toppliði Vals, sem og þeir gerðu. Stjarnan hins vegar í baráttu í neðri hluta deildarinnar með 16 stig í 9. Sæti. Leikurinn fór skemmtilega af stað og komust Stjörnumenn í dauðafæri eftir einungis fjögurra mínútna leik. Eyjólfur Héðinsson var þá með boltann í öftustu línu og þrumaði honum hátt og langt inn fyrir vörn KA manna þar sem Olvier Haurits tók á sprett og skildi Dusan Brkovic eftir. Skotið fór í fjærstöngina og út og leikurinn því áfram jafn. Á 14. mínútu fengu KA menn aukaspyrnu úti hægra megin við teig gestanna. Sebastiaan Brebels tók spyrnuna og endaði boltinn á fjærstönginni hjá hávaxnasta manni vallarins, Mikkel Qvist, sem fékk frían skalla en skallaði boltann yfir úr ákjósanlegu færi. KA fékk hornspyrnu á 29. mínútu og eftir klafs í teignum komu Stjörnumenn boltanum rétt út fyrir teig en ekki lengra en það þar sem Þorvaldur dómari flæktist fyrir leikmanni þeirra þegar hann reyndi að koma boltanum enn lengra frá. Á endamum barst boltinn á Sebastiaan Brebels sem setti boltann á Ásgeir Sigurgeirsson sem stóð í miðjum teignum og tók boltann frábærlega á lofti í fyrstu tilraun og kom honum í netið framhjá Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnnar. Einungis fjórum mínútum seinna fékk Oliver Haurits boltann í fætur inn á teig heimamanna og var kominn í nokkuð þröngt færi og setti boltann fast á nærstöngina en boltinn small í stönginni og sluppu heimamenn því aftur með skrekkinn. Lítið annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og leiddi KA með einu marki gegn engu í hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti, líkt og þann fyrri, og jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Boltinn var þá á leið aftur fyrir endamörk KA manna og Þorri Mar var að reyna skýla boltanum útaf, Þorsteinn Már Ragnarsson gerði vel að pressa Þorra og vann af honum boltann, setti hann fast meðfram jörðinni fyrir markið þar sem Hilmar Árni Halldórsson var mættur á fjærstöngina og afgreiddi boltann auðveldlega í netið og jafnaði leikinn. Eftir jöfnunarmarkið var KA betri aðilinn og áttu nokkur fín færi en Haraldur Björnsson stóð pliktina vel í marki gestanna og varði allt sem kom á markið. Það var svo ekki fyrr en á 81. mínútu sem að Haraldur var loksins sigraður aftur. Hallgrímur Mar átti hornspyrnu og setti flottan bolta inn á teiginn þar sem hinn stóri og stæðilegi varnarmaður KA, Mikkel Qvist, reis hæst og skallaði boltann í jörðina, þaðan í stöngina og inn. 2-1 fyrir KA. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fóru Dusan Brkovic og Emil Atlason í kapphlaup sem endaði í skallaeinvígi rétt utan við teig heimamanna og virtist Dusan eitthvað fara harkalega utan í Emil að mati Þorvalds Árnasonar dómara leiksins. Þorvaldur hugsaði sig ekki lengi um og reif upp gula spjaldið, sem var það seinna sem Dusan fékk í dag, og gaf honum þar með rautt spjald. Á fjórðu mínútu uppbótartíma var varamaðurinn Jakob Snær Árnason á fleygiferð að sleppa einn inn fyrir vörn Stjörnunnar en Eyjólfur Héðinsson hljóp utan í hann og felldi hann. Þorvaldur reif þá upp rauða spjaldið í annað skiptið á stuttum tíma og sendi Eyjólf sömu leið og hann sendi Dusan stuttu áður. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna án árangurs. Athygli vakti að Þorvaldur flautaði leikinn af þegar Stjarnan var í stórsókn við teig KA manna við litla hrifningu gestanna. Niðurstaðan mikilvægur 2-1 sigur KA sem fara í 30 stig í annað sæti deildarinnar í bili. Keflvíkingar áfram í 9. sæti með sín 16 stig. Af hverju vann KA? Klisja, en þeir nýttu færin sín einfaldlega betur í dag. Lið fá ekki endilega mörg góð færi gegn liði eins og KA og Stjarnan hefði þurft að nýta sín færi betur í dag. Hverjir stóðu upp úr? Sebastiaan Brebels var flottur í liði KA í dag. Mikill kraftur og vinnsla í honum allan leikinn auk þess sem hann lagði upp sigurmarkið sem Ásgeir skoraði. Hallgrímur Mar var að vanda mjög ógnandi og voru föst leikatriði hjá bæði honum og Brebels hættuleg, sem skilaði á endanum sigurmarki með hornspyrnu frá Hallgrími Mar. Oliver Haurist var sprækur í liði Stjörnunnar og hefði mátt skora allavega eitt mark í dag. Hilmar Árni var einnig mjög ferskur og skoraði gott mark. Hvað gekk illa? Það gekk nokkuð illa framan af hjá KA að koma af stað almennilegu uppspili þar sem tveir fremstu menn Stjörnunnar pressuðu vel á öftustu línu þeirra. Eins og fyrr segir hefði Stjarnan þurft að nýta sín færi betur. Það gekk einnig illa hjá leikmönnum beggja liða að standa í lappirnar í fyrri hálfleik, sennilega sökum þess hversu mikið völlurinn var bleyttur fyrir leik og er þar að auki í slæmu ásigkomulagi. Hvað gerist næst? Hjá KA eru framundan tveir risastórir deildarleikir við Breiðablik. Sá fyrri er á Kópavogsvelli laugardaginn 21. ágúst og sá seinni á Greifavellinum miðvikudaginn 25. ágúst. Stjarnan fær Fylki í heimsókn á Samsungvöllinn mánudaginn 23. ágúst. Þorvaldur: Við erum búnir að spila við þetta KA lið þrjá leiki í sumar og verið betri aðilinn í öllum leikjunum Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir tap. „Við erum mjög svekktir, sérstaklega þar sem við vorum mjög góðir í dag, áttum góðan leik en fáum á okkur tvö mörk. Við fáum tvö góð færi í fyrri hálfleik og hefðum í raun átt að vera 1-0 yfir í hálfleik en þetta fyrsta mark sem KA skorar er hálf svekkjandi, varnarmaður er að koma til baka og dómarinn stendur eiginlega í vegi fyrir honum og stígur fyrir hann og klaufalegt hjá dómaranum en eins og ég segi eru þetta svona hlutir sem eru ekki dæmdir með okkur en samt sem áður góður leikur hjá okkur þó við fáum ekkert út úr honum.” Fannst Þorvaldi fyrsta mark KA þá hreinlega ólöglegt? „Ég ætla ekki að segja það, mér finnst bara hálf skrítið að dómarinn skuli ekki leysa stöðuna og sjá hvað er í gangi í kringum hann, það finnst mér sérkennilegt.” Þorvaldur var fúll yfir því að fá ekkert út úr leiknum þar sem liðið hafi, að hans mati, verið betri aðilinn í dag. „Við erum svo sem búnir að spila við þetta lið KA þrjá leiki í sumar og verið betri aðilinn í öllum leikjunum en ekki fengið neitt út úr því og þú þarft að skora fleiri en andstæðingurinn en við erum búnir að vera töluvert betra liðið í öllum leikjunum og það er oft þannig þegar að hlutirnir detta ekki með þér að sjálfstraustið vantar og þá dettur það ekki alveg með manni en samt sem áður erum við mjög ánægðir með leikinn í dag.” Aðspurður hvort blóðug fallbarátta væri framundan hjá Stjörnunni var Þorvaldur ekki lengi að taka undir það. „Hún er búin að vera það hingað til, hún fer ekkert að byrja núna, búin að vera frá því að fyrsti leikur byrjaði og menn þurfa bara að berjast með því, við getum ekki allir farið bara heim.” „Við vorum sterkari aðilinn á flestum sviðum, en við skorum ekki nógu mörg mörk og það er það sem veldur því að við förum tómhentir heim, við fáum mark á okkur á tíma þar sem við erum með góð völd á leiknum og svoleiðis er það bara, við verðum bara að taka því og halda áfram”, bætti Þorvaldur við að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti