Fann konuna sem borgaði leigubílinn og sá til þess að hann gat unnið ÓL-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 10:31 Hansle Parchment með gullverðlaunin sem hann vann í 110 metra grindarhlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Martin Meissner Ólympíumeistarinn Hansle Parchment frá Jamaíku lenti í miklum hrakförum á leið sinni á keppnisstaðinn á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum og hann var mjög þakklátur konunni sem bjargaði honum fyrir horn. Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira