Fótbolti

Björn Bergmann tryggði Molde framlengingu en tapaði í vítaspyrnukeppni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Björn Bergmann í leik með Molde í Evrópukeppninni í vor.
Björn Bergmann í leik með Molde í Evrópukeppninni í vor. TF-Image/Getty Images

Björn Bergmann Sigurðarson og félagar hans í Molde tóku á móti Trabzonspor í seinni leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni til að skera úr úm sigurvegara eftir að endaði 1-1 eftir venjulegan leiktíma, þar sem að gestirnir höfðu betur.

Markalaust var eftir fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en á 57. mínútu sen Edgar Ie kom Trabzonspor yfir.

Björn Bergmann kom inn á sem varamaður á 86. mínútu og hann átti svo sannarlega eftir að hafa áhrif á leikinn. Á sjöundu mínútu uppbótartíma jafnaði Björn Bergmann metin og tryggði Molde framlenginu þar sem að fyrri leikur liðana endaði 3-3.

Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.

Björn tók þriðju spyrnu Molde og skoraði úr henni. Hinsvegar klikkuðu tveir samherjar hans á sínum spyrnum. Trabzonspor skoruðu úr fjórum af sínum fimm spyrnum og það voru því Tyrkirnir sem fögnuðu sigri, en Björn Bergmann og samherjar hans sitja eftir með sárt ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×