Fótbolti

Hólmar Örn og félagar í Rosenborg fóru örugglega áfram í Sambandsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hólmar Örn í baráttu við Steven Lennon.
Hólmar Örn í baráttu við Steven Lennon. Vísir/Hulda Margrét

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans eru komnir áfram í sambandsdeildinni eftir 2-1 sigur gegn Domzale frá Slóveníu. Rosenborg vann fyrri leikinn 6-1 og því samanlagður sigur norska liðsins 8-2.

Matej Podlogar kom slóvenska liðinu í 1-0 á 34. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks.

Noah Holm kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Rosenborg, og það tók hann ekki nema rúmar tvær mínútur að koma boltanum í netið og jafna leikinn.

Stefano Vecchia tryggði svo 2-1 sigur Rosenborg þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.

Hólmar Örn spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá norska liðinu, en Rosenborg mætir Rennes frá Frakklandi eftir rúma viku í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×